Fara í innihald

Nansen-verðlaunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nansensverðlaunin)
Nansen-verðlaunin eru veitt á hverju ári til viðurkenningar framúrskarandi starfs í þágu flóttafólks. Efst á verðlaunapeningnum stendur: „Nestekjærlighet er realpolitikk“ (ísl. „Samkennd er raunhæf stefna“).

Nansen-flóttamannaverðlaunin eru verðlaun sem veitt eru árlega af framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verðlaunin renna í skaut einstaklings, hóps eða stofnunar sem hafa unnið framúrskarandi störf í þágu flóttamanna eða fólks án ríkisfangs. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1954.[1]

Nansen-verðlaunin eru nefnd eftir norska landkönnuðinum, stjórnmálamanninum og Nóbelsverðlaunahafanum Fridtjof Nansen. Sem fyrsti flóttamannafulltrúi Þjóðabandalagsins lyfti Nansen grettistaki við að vekja athygli á málefnum fólks sem hafði hrakist á vergang.

Verðlaunin samanstanda af verðlaunapeningi og 100.000 Bandaríkjadala peningaverðlaunum sem greidd eru af ríkisstjórnum Noregs og Sviss. Fénu er ætlað að styðja verkefni að vali verðlaunahafans í samstarfi við flóttamannastofnunina til að hjálpa flóttafólki.

Auk ríkisstjórna Sviss og Noregs styðja Norska flóttamannaráðið og IKEA-stofnunin veitingu Nansen-verðlaunanna.[2]

Verðlaunaathöfnin

[breyta | breyta frumkóða]

Nansen-verðlaunin eru veitt við hátíðlega athöfn á hverju ári í Genf í Sviss, „mannúðarhöfuðborg heimsins“.[3] Athöfnin er haldin í byggingunni Bâtiment des Forces Motrice samhliða árlegum fundum framkvæmdanefndar Flóttamannastofnunarinnar.[4]

Nansen-pallborðsumræðurnar

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2011 starfaði Flóttamannastofnunin ásamt Genfarháskóla og stofnununum Foundation Pour Genève og Académie de droit international humanitaire et droits humains à Genève (ADH) við að skipuleggja fyrstu Nansen-pallborðsumræðurnar. Umræðurnar eru nú árlegur viðburður og laða til sín mikill hluta fræðasamfélagsins í Genf auk fjölmiðla og flóttamannahópa.

Árið 2012 báru pallborðsumræðurnar heitið „Les femmes et la reconstruction de la Somalie: du trouble à l'espoir“ („Konur og endurbygging Sómalíu: Frá öngþveiti til vonar“). Meðal gestanna voru friðarverðlaunahafinn Leymah Gbowee; Elisabeth Rasmusson, aðalritari Norska flóttamannaráðsins; og Barbara Hendricks, heiðursvelgjörðarsendiherra hjá Flóttamannastofnuninni.[5]

Tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Þeir sem helst eru tilnefndir til verðlaunanna eru þeir sem hafa gengið lengra en skyldan bar, sem hafa sýnt fram á dirfsku og þrautsegju og hafa persónulega, verulega og á beinan hátt hjálpað fólki sem hefur verið hrakið á vergang.

Tilnefningar til verðlaunanna fara í gegnum heimasíðu Nansen-verðlaunanna. Núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Flóttamannastofnunarinnar geta ekki hlotið verðlaunin. Mælt er gegn því að fólk tilnefni sjálft sig eða samstarfsmenn sína.[6]

Listi yfir verðlaunahafa

[breyta | breyta frumkóða]
Próf. Aqeela Asifi árið 2015
  • Merheb, Nada. The Nansen Refugee Award. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Genf 2002.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Refugees, United Nations High Commissioner for. „Our Winners“. UNHCR (enska). Sótt 18. desember 2017.
  2. Official homepage for the UNHCR Nansen Refugee Award
  3. „Representation of the Netherlands in Geneva“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. september 2016. Sótt 1. júní 2021.
  4. Official homepage for the UNHCR Nansen Refugee Award
  5. University of Geneva Communication Service
  6. Official homepage for the UNHCR Nansen Refugee Award
  7. Article in Al Arabiya News
  8. Congolese nun named winner of prestigious Nansen Refugee Award UNHCR 17. september 2013
  9. „The Hellenic Rescue Team“. Sótt 3. desember 2016.
  10. Greek Volunteers share UNHCR Nansen Refugee Award
  11. „Visionary Nigerian teacher wins UNHCR Nansen Refugee Award“. unhcr.org. 18. september 2017. Sótt 19. september 2017.
  12. „South Sudanese surgeon wins 2018 Nansen Refugee Award“. UNHCR (enska). Sótt 25. september 2018.
  13. „South Sudanese doctor wins prestigious UN prize for lifetime spent tending to refugees“. abc.net.au. Australian Broadcasting Corporation. 25. september 2018. Sótt 7. október 2018.
  14. 'Tenacious' Kyrgyz lawyer and statelessness champion, wins prestigious UNHCR prize“. UN News. október 2019. Sótt 27. desember 2019.