Fara í innihald

IKEA

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
IKEA International Group
Rekstrarform Einkahlutafélag
Stofnað Fáni Svíþjóðar Älmhult, Smáland, Svíþjóð (1943)
Staðsetning Delft, Holland
Lykilpersónur Ingvar Kamprad
Starfsemi Húsgögn
Tekjur US$28,8 milljarðar
Starfsfólk 120.000 (2008)
Vefsíða www.ikea.is
www.ikea.com
IKEA í Haparanda í Svíþjóð.
Ikea í Minnesota.

IKEA er sænskt fyrirtæki sem hannar, framleiðir og selur „flatpökkuð“ húsgögn, fylgihluti, heimilistæki, innréttingar og matvæli í verslunum sínum um allan heim. Fyrirtækið var brautryðjandi í sölu á ódýrum flatpökkuðum húsgögnum en nú er það orðið stærsti húsgagnaframleiðandi heimsins.

Ingvar Kamprad stofnaði fyrirtækið í Svíþjóð árið 1943. Í dag er það í eigu hollensks fyrirtækis (Inter IKEA Systems) sem er stjórnað af Kamprad-fjölskyldunni. IKEA er skammstöfun sem samanstendur af upphafsstöfum nafns stofnandans (Ingvar Kamprad), fyrsta staf bóndabæjarins þar sem hann ólst upp (Elmtaryd) og fyrsta staf heimabæjarins hans (Agunnaryd í Smálöndum).

Fyrirtækið selur vörur í verslunum sínum og á netinu í nokkrum löndum. Það er með 296 verslanir í 36 löndum; flestar verslanir eru í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Asíu og Ástralíu. Þýskaland er stærsti markaður IKEA en þar rekur það 44 verslanir; Bandaríkin eru næststærsti markaðurinn með 36 verslanir. Verslanirnar sjálfar eru oft stórar bláar gluggalausar byggingar sem eru hannaðar þannig að viðskiptavinir þurfi að skoða allar vörurnar áður en farið er til kassa. Samt eru oft ákveðnar flýtileiðir svo að viðskiptavinir komist fljótlegar um verslunina.

Fyrsta verslunin var opnuð árið 1958 í Svíþjóð.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.