1820
Útlit
(Endurbeint frá MDCCCXX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1820 (MDCCCXX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Steinstétt gerð í Reykjavík, þar sem Austurstræti er nú. Eftir það kallaðist gatan Langefortov.
- Jón Thorstenssen varð landlæknir Íslands.
- Skarðsbók postulasagna hvarf af Skarðskirkju á Skarðsströnd. Bókin fannst meira en 140 árum síðar á Englandi.
Fædd
- 15. maí - Grímur Thomsen, skáld, bókmenntafræðingur og þingmaður (d. 1896).
- 16. ágúst - Sölvi Helgason, flakkari og myndlistarmaður (d. 1895).
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 29. janúar - Georg 4. varð formlega konungur Bretlands við lát föður síns en hafði áður verið ríkisstjóri um langt skeið.
- 30. janúar - Suðurskautslandið sem meginland var uppgötvað af breska konunglega flotanum.
- 15. mars - Maine varð 23. fylki Bandaríkjanna.
- 26. mars - Guð og Jesús birtust Joseph Smith í Palmyra í New York-ríki.
- Apríl - Hans Christian Ørsted uppgötvaði samband rafmagns og segulmagns.
- 3. desember - James Monroe var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna.
- Argentína gerði tilkall til Falklandseyja sem voru óbyggðar.
- Mount Rainier gaus yfir svæðið þar sem Seattle er í dag.
- 6. útgáfa Encyclopædia Britannica kom út í Skotlandi.
Fædd
- 17. janúar - Anne Brontë, enskur rithöfundur (d. 1849).
- 8. febrúar - William Tecumseh Sherman, bandarískur herforingi (d. 1891).
- 15. febrúar - Susan B. Anthony, bandarísk kvenréttindakona (d. 1906).
- 23. mars - Viktor Emmanúel 2., konungur Sardiníu og síðar Ítalíu (d. 1878).
- 27. apríl - Herbert Spencer, enskur félagsfræðingur og heimspekingur (d. 1903).
- 12. maí - Florence Nightingale, bresk hjúkrunarkona og rithöfundur (d. 1910).
- 6. október - Jenny Lind, sænsk sópransöngkona (d. 1887).
- 28. nóvember - Friedrich Engels, þýskur stjórnmálaheimspekingur (d. 1895).
Dáin
- 29. janúar - Georg 3. Bretakonungur (f. 1738).
- 19. júní - Sir Joseph Banks, breskur náttúrufræðingur og grasafræðingur (f. 1743),
- 29. september - Daniel Boone, bandarískur landkönnuður og veiðimaður (f. 1734).
- 25. desember - Joseph Fouché, franskur stjórnmálamaður (f. 1763).