1852
Útlit
(Endurbeint frá MDCCCLII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1852 (MDCCCLII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 16. mars - 12 menn drukknuðu þegar skipi hvolfdi í Höfnum.
- Í maí - Skipsskaði í Grindavík vegna ofhleðslu. 12 menn drukkna en 3 er bjargað.
- Í nóvember - Jón Guðmundsson keypti blaðið Þjóðólf og tók sjálfur við ritstjórn þess.
- Alþingiskosningar voru haldnar.
- Jón Espólín Hákonarson, sonarsonur Jóns Espólín, kom heim eftir að hafa stundað jarðyrkjunám í Danmörku og Svíþjóð. Hann hóf búskap á Frostastöðum í Skagafirði og tók til sín nemendur í jarðyrkju, sem má telja fyrsta vísi að bændaskóla á Íslandi.
- Ásgeirsverslun, verslun og útgerð, var stofnuð á Ísafirði.
- Mjallhvít, æfintýri handa börnum kom út á íslensku.
Fædd
- 28. janúar - Sigurður Jónsson í Ystafelli, alþingismaður og ráðherra (d. 1926).
- 4. mars - Kristján Jónsson, dómstjóri og ráðherra (d. 1926).
- 10. júlí - Valdimar Ásmundsson, stofnandi og ritstjóri Fjallkonunnar (d. 1902).
- 25. september - Gestur Pálsson, rithöfundur (d. 1891).
Dáin
- 17. ágúst - Sveinbjörn Egilsson, rektor, skáld og þýðandi (f. 1791).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 14. janúar - Louis-Napoleon Bonaparte Frakklandsforseti lagði fram nýja stjórnarskrá fyrir Annað franska lýðveldið.
- 15. febrúar -
- Barnaspítalinn The Great Ormond Street Hospital var opnaður í London.
- Dómkirkjan í Helsinki var byggð.
- 20. mars - Skáldsagan Kofi Tómasar frænda eftir Harriet Beecher Stowe kom út.
- 2. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum. Franklin Pierce vann sigur á Winfield Scott.
- 2. desember - Frakkland varð aftur keisaradæmi og Napóleon 3. varð keisari.
- Fanganýlendan á Djöflaeynni var tekin í notkun.
- Borgin Oakland var stofnuð í Kaliforníu.
Fædd
- 13. apríl - F.W. Woolworth, bandarískur kaupsýslumaður (d. 1919).
- 15. júní - Daniel Burley Woolfall, enskur forseti FIFA (d. 1918).
- 25. júní - Antoni Gaudi, spænskur arkitekt (d. 1926).
- 13. ágúst - Christian Krogh, norskur listmálari, rithöfundur og blaðamaður (d. 1925).
- 12. september - Herbert Henry Asquith, forsætisráðherra Bretlands (d. 1928).
- 15. desember - Henri Becquerel, franskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1908).
Dáin
- 6. janúar - Louis Braille, franskur blindrakennari, sem fann upp blindraletur (f. 1809).
- 4. mars - Nikolai Gogol, rússneskur rithöfundur (f. 1809).
- 21. mars - María Danadrottning, kona Friðriks 6. (f. 1767).
- 29. júní - Henry Clay, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1777).
- 14. september - Arthur Wellesley, hertogi af Wellington, hershöfðingi og forsætisráðherra Bretlands (f. 1769).
- 24. október - Daniel Webster, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1782).
- 27. nóvember - Ada Lovelace, greifynja af Lovelace (f. 1815).