Ada Lovelace

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ada Lovelace
Ada Lovelace

Augusta Ada King, greifynja af Lovelace (10. desember 181527. nóvember 1852) var dóttir skáldsins Byrons lávarðar og er hún einkum þekkt fyrir að hafa skrifað lýsingu á reiknivél (analytical engine) Charles Babbage. Hún er einnig þekkt fyrir að vera „fyrsti forritarinn“, því hún gerði forrit fyrir reiknivél hans. Hefði reiknivél Charles Babbage verið smíðuð hefði forritið sem Ada skrifaði látið vélina reikna út röð Bernoulli talna. Hún sá einnig fyrir að það yrðu fleiri not fyrir svona tæki heldur en reikna tölur, en það var eini tilgangur Babbages. Með þessum rökum hefur Ada Lovelace verið kölluð fyrsti forritarinn og er forritunarmálið Ada nefnt eftir henni. Ada Lovelace og Charles Babbage unnu saman og hittust einnig á ýmsum öðrum opinberum vettvangi en ekki var um ástarsamband að ræða, eins og stundum hefur verið talið.

Ada var eina hjónabandsbarn Byrons lávarðar. Hann skildi við konu sína mánuði eftir að Ada fæddist og fór alfarinn frá Englandi fjórum mánuðum síðan og lést af veikindum í Gríska sjálfstæðisstríðinu þegar Ada var átta ára gömul. Móður Ödu hvatti hana til að læra stærðfræði og rökfræði í þeim tilgangi að varna því að hún þróaði með sér geðveiki eins og hún taldi að faðir Ödu þjáðist af.

Ada lýsti sinni nálgun sem skáldvísindum og sjálfri sér sem greinanda og "metaphysician". Á unglingsárunum varð hún vinur Charles Babbage en þau tengdust í gegnum áhuga hennar á stærðfræði. Á árunum 1842 og 1843 þýddi hún grein eftir ítalskan hernaðarsérfræðing Luigi Menabrea um vélina og bætti við ítarlegum vinnuglósum frá sjálfri sér sem kallaðar eru Notes.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.