Fara í innihald

Mjallhvít, æfintýri handa börnum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mjallhvít í glerkistunni

Mjallhvít, ævintýri handa börnum er bók um ævintýrapersónuna Mjallhvíti og tilraunir stjúpmóður hennar til að ráða hana af dögum.

Bókin var þýdd af Magnúsi Grímssyni. Hún var upprunalega gefin út af E. Jónssyni árið 1852 og prentuð af Louis Klein í Kaupmannahöfn. Bókin var svo endurútgefin 10. október 2005 af Project Gutenberg, enda þá ekki lengur vernduð af höfundarétti, Jóhannes Birgir Jensson sá um þá útgáfu.

17 litmyndir eru í bókinni, stafsetning er örlítið frábrugðin nútímastafsetningu.

Stafræn útgáfa

[breyta | breyta frumkóða]