Los Angeles Lakers
Los Angeles Lakers | |
![]() | |
Deild | Kyrrahafsriðill, Vesturdeild, NBA |
Stofnað | 1946 (gekk í NBA árið 1948) |
Saga | Detroit Gems 1946–1947 Minneapolis Lakers 1947–1960 Los Angeles Lakers 1960–nú |
Völlur | Crypto.com Arena |
Staðsetning | Los Angeles, Kaliforníu |
Litir liðs | Fjólublár, gull og hvítur |
Eigandi | Buss fjölskyldan |
Formaður | Jeanie Buss |
Þjálfari | Frank Vogel |
Titlar | 17 NBA titlar 32 deildartitlar 24 riðilstitlar |
Heimasíða |
Los Angeles Lakers er körfuboltalið frá Los Angeles í Kaliforníu sem spilar í NBA deildinni. Heimavöllur liðsins er Crypto.com Arena sem liðið deilir með keppinautum sínum, Los Angeles Clippers og systraliðinu Los Angeles Sparks sem leikur í WNBA.
2020 unnu Los Angeles Lakers sinn 17. NBA meistaratitil í úrslitakeppni gegn Miami Heat. Lakers jöfnuðu Boston Celtics, sem hafa unnið 17 titla, en engin lið hafa unnið þá fleiri.
Félagið var stofnað árið 1946 í Detroit í Michigan áður en það flutti til Minneapolis, þaðan sem liðið sótti nafn sitt úr gælunafni fylkisins, „Land of 10.000 Lakes“. Liðið vann fimm meistaratitla áður en það flutti til Los Angeles í 1960-1961 NBA leiktíðinni.