Jerry West
Persónulegar upplýsingar | |
---|---|
Fæðingardagur | 28. maí 1938 Chelyan, Vestur Virginía, Bandaríkin |
Dánardagur | 12. júní 2024 (86 ára) Los Angeles, Kalifornía, Bandaríkin |
Hæð | 191 cm (6 ft 3 in) |
Þyngd | 79 kg (174 lb) |
Körfuboltaferill | |
Háskóli | West Virginia (1957–1960) |
Landslið | Bandaríkin (1959–1960) |
Nýliðaval NBA | 1960: 1. umferð, 2. valréttur |
Valin af Minneapolis Lakers | |
Leikferill | 1960–1974 |
Leikstaða | Leikstjórnandi |
Númer | 44 |
Þjálfaraferill | 1976–1979 |
Liðsferill | |
Sem leikmaður: | |
1960–1973 | Los Angeles Lakers |
Sem þjálfari: | |
1976–1978 | Los Angeles Lakers |
Verðlaun og viðurkenningar | |
Sem leikmaður:
Sem stjórnarmaður:
| |
Tölfræði á NBA.com | |
Tölfræði á Basketball Reference |
Jerry Alan West (28. maí 1938 - 12. júní 2024) var bandarískur körfuboltaleikmaður og framkvæmdastjóri. Hann lék allan sinn atvinnumannaferil með Los Angeles Lakers í NBA deildinni og er almennt talinn einn besti leikmaður allra tíma. Gælunöfn hans voru "The Logo", í tengslum að hann var fyrirmyndin að merki NBA; "Mr. Clutch", fyrir að stíga upp þegar mest á reyndi eins og fræga 60 feta skot hans um leið og klukkan gall sem jafnaði leik 3 í NBA úrslitunum gegn New York Knicks árið 1970 bar vitni um; "Mr. Outside", fyrir getu hans í langskotum og "Zeke frá Cabin Creek" fyrir samnefndan læk nærri fæðingarstað hans í Chelyan í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum.
West spilaði sem lítill framherji snemma á ferli sínum: hann var framúrskarandi í East Bank High School og í West Virginia University, þar sem hann leiddi skólann í lokaúrslitin um NCAA meistaratitilinn árið 1959. Þar var hann valinn besti leikmaðurinn þrátt fyrir að liðið hans hefði borið lægri hlut í úrslitunum. Eftir útskrift úr háskóla var hann einn af fyrirliðum landsliðs Bandaríkjanna sem vann gull í körfubolta á Ólympíuleikunum árið 1960.
Sama ár hófst atvinnumannaferill hans með Los Angeles Lakers í NBA. Hann spilaði sem bakvörður og var valinn 12 sinnum í lið ársins. Hann var valinn í stjörnuleik NBA 14 sinnum og var valinn sem besti leikmaður stjörnuleiksins árið 1972, sama ár og hann vann sinn eina meistaratitilinn sem leikmaður á ferlinum. Hann lék í níu úrslitum NBA og er eini leikmaðurinn í sögu NBA til að vera valinn besti leikmaður úrslitanna þrátt fyrir að vera í tapliðinu (1969). Árið 1980 var West tekinn inn í frægðarhöll körfuboltans ásamt því að vera valinn í 35 ára afmælislið NBA.[1] West var einnig valinn einn af 50 bestu leikmönnum í sögu NBA árið 1996 og í 75 ára afmælislið NBA árið 2021.
Eftir að leikferli hans lauk tók West við sem yfirþjálfari Lakers í þrjú ár. Hann leiddi Los Angeles í úrslitakeppnina á hverju ári og kom því í úrslit vesturdeildarinnar einu sinni. Árið 1982 var hann skipaður framkvæmdarstjóri og undir stjórn hans vann liðið sex NBA meistaratitla. Árið 2002 varð West framkvæmdastjóri Memphis Grizzlies og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn. Hann var tvívegis valinn besti stjórnarmaður deildarinnar: einu sinni sem hjá Lakers (1995) og síðan hjá Grizzlies (2004). Hann vann tvo NBA titla í viðbót sem ráðgjafi hjá Golden State Warriors (2015, 2017). Árið 2024 var hann tekinn inn í Frægðarhöll körfuboltans sem framkvæmdastjóri og ráðgjafi.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „NBA 35th Anniversary All-Time Team | Basketball-Reference.com“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. maí 2021. Sótt 4. janúar 2022.
- ↑ „Sources: Jerry West into Hall for record 3rd time“ (enska). ESPN. 3. apríl 2024. Sótt 3. apríl 2024.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Cherry, Robert (2004). Wilt: Larger than Life. Chicago: Triumph Books. ISBN 1-57243-672-7.
- Lazenby, Roland (2005). The Show: The Inside Story of the Spectacular Los Angeles Lakers in the Words of Those Who Lived It. McGraw-Hill. ISBN 0-07-143034-2.
- Lazenby, Roland (2010). Jerry West: The Life and Legend of a Basketball Icon. Random House. bls. 422. ISBN 978-0-345-51083-9.
- West, Jerry; Libby, Bill (1969). Mr. Clutch: The Jerry West Story. Englewood Cliffs, NJ: Associated Features; Prentice Hall. ISBN 0-13-604710-6. LCCN 73-82904.
- Taylor, John (2005). The Rivalry: Bill Russell, Wilt Chamberlain, and the Golden Age of Basketball. New York City: Random House. ISBN 1-4000-6114-8.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Jerry West á nba.com
- Jerry West Digital Collection hjá West Virginia & Regional History Center
- Þjálfaraferill á Basketball-reference.com]
- Tölfræði úr Háskólaboltanum