Fara í innihald

Houston Rockets

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Houston Rockets
Deild Suðvesturiðill, Vesturdeild, NBA
Stofnað 1967
Saga San Diego Rockets
1967–1971
Houston Rockets
1971-
Völlur Toyota Center
Staðsetning Houston, Texas
Litir liðs rauður, silfur, svartur og hvítur
                  
Eigandi Tilman Fertitta
Formaður Daryl Morey
Þjálfari Mike D'Antoni
Titlar 2 (1994 og 1995)
Heimasíða
Toyota Center heimavöllur Rockets tekur 18.000 manns.

Houston Rockets er körfuboltalið frá Texas sem spilar í NBA deildinni. Liðið var stofnað árið 1967 í borginni San Diego. Árið 1971 flutti liðið til Houston. Undir forystu Hakeem Olajuwon vann liðið NBA meistaratitla 1994 og 1995. Liðið hefur unnið vesturdeildina fjórum sinnum.

Meðal annarra þekktra leikmanna eru Moses Malone (Most valuable player, MVP, tvisvar og fór í úrslit með liðið 1981), Clyde Drexler og James Harden (MVP árin 2018 og 2019).