Fara í innihald

Shaquille O'Neal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Shaquille O'Neal, 2017
O'Neal með Miami Heat.

Shaquille Rashaun O'Neal (fæddur 6. mars 1972), víða þekktur undir gælunafni sínu Shaq, er fyrrum bandarískur körfuknattleiksmaður. O'Neal spilaði sem miðherji.[1][2]

O'Neal hóf feril sinn árið 1992 með Orlando Magic. Hann var valinn nýliði tímabilsins 1992-1993. Hann lék síðar með Los Angeles Lakers og Miami Heat og vann meistaratitla með báðum liðum, þrisvar sinnum með Los Angeles Lakers en einu sinni með Miami Heat. Síðar lék hann með liðunum Phoenix Suns, Cleveland Cavaliers og Boston Celtics. Hann stoppaði stutt hjá þeim liðum og lagði skóna á hilluna árið 2011.

O'Neil hefur einnig unnið til verðlauna sem mikilvægasti leikmaðurinn MVP tímabilið 1999-2000, spilað í 15 All-Star leikjum, unnið 3 MVP í All-Star leikjum, unnið 3 MVP í úrslitaseríum ásamt stiga og varnarleiksverðlaunum. Hann er 8. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi.

O'Neil er 216 sentimetrar að hæð og 147 kíló. Hann var einn þyngsti leikmaður sem spilað hefur í NBA. O'Neil vinnur sem íþróttafréttamaður í dag og hefur gefið út rappplötur.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Shaquille O'Neal“
  2. „„NBA.com: Trophies For Everybody". Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júlí 2008. Sótt 24. maí 2009.
  Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.