Listi yfir hin fornu héruð Frakklands
Frakklandi var að fornu skipt í héruð (stjórnsýslusvæði) fram til 4. mars 1790, þegar þau voru lögð af og í staðinn teknar upp „sýslur“ (Département français) við umfangsmiklar stjórnkerfisbreytingar eftir frönsku byltinguna.
Með því að leggja niður héruðin ætlaði byltingarstjórnin að ná nokkrum markmiðum. Í fyrsta lagi vildu menn fjarlægja síðustu leifar af lénsskipulaginu, rjúfa gömul hagsmunatengsl ínnan héraðanna og stuðla að tryggð við miðstjórnina í París og uppbyggingu franskrar þjóðerniskenndar. Í öðru lagi vildu menn hafa sýslurnar það litlar að auðvelt væri að stjórna þeim. Í þriðja lagi voru öll gömul sérréttindi, staðbundin lög og stjórnkerfi lögð niður og í staðinn komið á samræmdu stjórnkerfi sem skipulagt var frá höfuðborginni París.
Mörg af gömlu héraðanöfnunum lifa áfram sem nöfn á landshlutum Frakklands, og þau eru enn hluti af menningarlegri vitund margra Frakka.
Listi yfir hin fornu héruð Frakklands
[breyta | breyta frumkóða]Hér á eftir fer listi yfir héruð Frakklands fyrir byltinguna.
Innan sviga er franska heitið, ef það er annað, ártal fyrir innlimun í franska konungsríkið, og nafn höfuðborgar héraðsins.
- Île-de-France (987, París)
- Berry (1101, Bourges)
- Orléanais (1198, Orléans)
- Normandí (Normandie 1204, Rouen eða Rúðuborg)
- Languedoc (1270, Toulouse)
- Lyonnais (1313, Lyon)
- Dauphiné (1343, Grenoble)
- Champagne (1361, Troyes)
- Aunis (1371, La Rochelle)
- Saintonge (1371, Saintes)
- Poitou (1416, Poitiers)
- Akvitanía (Aquitaine, 1453, Bordeaux)
- Búrgúnd (Bourgogne, 1477, Dijon)
- Picardie (1482, Amiens)
- Anjou (1482, Angers)
- Provence (1482, Aix-en-Provence)
- Angoumois (1515, Angoulême)
- Bourbonnais (1527, Moulins)
- La Marche (1527, Guéret)
- Bretanía eða Bretagne (1532, Rennes)
- Maine (1584, Le Mans)
- Touraine (1584, Tours)
- Limousin (1589, Limoges)
- Foix (1607, Foix)
- Auvergne (1610, Clermont-Ferrand)
- Béarn (1620, Pau)
- Elsass (Alsace, 1648, Strassborg)
- Artois (1659, Arras)
- Roussillon (1659, Perpignan)
- Flandur (Flandre, 1668, Lille)
- Franche-Comté (1678, Besançon)
- Lótringen (Lorraine, 1766, Nancy)
- Korsíka (Corse, 1768, Ajaccio)
- Nivernais (1789, Nevers)
- Comtat Venaissin og Avignon, 1791. Avignon var aðsetur páfans frá 1309 til 1377, og eftir það heyrði borgin áfram undir Vatíkanið.
- Mulhouse (1798) var fríríki sem tengdist Sviss.
- Savoie og
- Nice voru lögð undir Frakkland 1792, skilað aftur með friðarsamningunum 1815, en endanlega afhent Frakklandi 1860.
- Montbéliard (1793) var hluti af hinu skammlífa Raurakíska lýðveldi frá 1792.
Nr. 35–39 voru ekki hluti af Frakklandi fyrir byltinguna, en voru sameinuð því síðar.