La Rochelle

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gamla höfnin í La Rochelle.

La Rochelle er hafnarborg í Frakklandi og stendur við Biskajaflóa. Hún er höfuðstaður Charente-Maritime. Borgin er tengd við Réeyju um brú sem lokið var við að reisa árið 1988. Íbúafjöldi er tæp 80 þúsund. Borgin var stofnuð á 10. öld og varð mikilvæg höfn á 12. öld. 1137 fékk hún réttindi sem fríhöfn og sjálfstætt sveitarfélag. Til 15. aldar var La Rochelle stærsta höfnin á Atlantshafsströnd Frakklands. Á 16. öld tóku íbúar borgarinnar upp hugmyndir mótmælenda og borgin varð miðstöð fyrir húgenotta. Í Frönsku trúarbragðastyrjöldunum var setið um borgina en í valdatíð Hinriks 4. naut hún mikils frelsis. Eftir að Loðvík 13. tók við lenti borgin í andstöðu við konungsvaldið sem leiddi til nýs umsáturs undir stjórn Richelieu kardinála sem tókst að loka borgina af þar til hún gafst upp eftir fjórtán mánuði 1628. Í kjölfarið flúðu margir húgenottar frá borginni til Nýja heimsins.

Borgin er heimili La Rochelle Business School viðskiptaskólans.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.