Strassborg
Jump to navigation
Jump to search
Þessi landafræðigrein sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Strassborg (franska Strasbourg, þýska Straßburg, elsassþýska eða allemanníska Strossburi) er höfuðborg og mikilvægasta borgin í Elsass-héraðinu í norðausturhluta Frakklands. Fólkfjöldi borgarinnar er 274.394 manns (1. janúar 2012), en á stór-Strassborgarsvæðinu búa 612.000 manns (650.000 manns, ef taldir eru með íbúar Þýskalands megin við landamærin). Evrópuþingið er í borginni að hálfum hluta og hálfum hluta í Brussel í Belgíu. Einnig eru til húsa í Strassborg Evrópuráðið og Mannréttindadómstóll Evrópu. Borgin hýsir EM Strasbourg Business School viðskiptaskólann.
