Nevers

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nevers

Nevers (latína: Noviodunum, síðar Nevirnum og Nebirnum) er sveitarfélag í miðju Frakklandi í sýslunni Nivernais og umdæminu Nièvre á bökkum fljótsins Loire. Íbúar eru rúm fjörutíu þúsund.

Bæjarins er getið í rómverskum heimildum frá innrás þeirra í Gallíu. Júlíus Sesar gerði bæinn að birgðastöð. Edúar voru Keltar sem bjuggu þar. Eftir ósigur Sesars í orrustunni við Gergóvíu 52 f.Kr. brenndu þeir bæinn og rændu því sem þeir gátu. Í Leiðarlýsingu Antonínusar frá 3. öld er bærinn kallaður Nevirnum. Við lok 5. aldar varð bærinn biskupsdæmi.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.