Savoja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Savoie)
Fáni Savoja

Savoja (franska Savoie, arpitanska Savouè; ítalska Savoia) er hérað í Vestur-Evrópu, í vesturhluta Alpafjalla á milli Grevevatns, Rhône og Mont-Cenis, sem varð til, ásamt frjálsum fylkjum Sviss, við fall frankverska konungsríkisins Búrgundar. Savoja hélt eftir það sjálfstæði sem greifadæmi (sjá greifinn af Savoja) stofnað 1003 og síðar sem hertogadæmi (sjá hertoginn af Savoja) frá 1416 til 1714. Þá var hertogadæmið í tengslum við Konungsríkið Sardiníu sem líka fól í sér sameiningu við héraðið Fjallaland á Norðvestur-Ítalíu. Í kjölfar sameiningar Ítalíu innlimaði Frakkland Savoja að stærstum hluta, vegna samkomulags sameiningarsinna á Ítalíu við Napóleon 3.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.