Fara í innihald

Amiens

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dómkirkjan í Amiens

Amiens er borg og sveitarfélag í Norður-Frakklandi. Amiens liggur 120km í norðurátt frá París og 100km í suðvesturátt frá Lille. Hún er höfuðborg sýslunnar Somme í héraðinu Hauts-de-France. Frá og með árinu 2006 voru íbúar Amiens 136.105 manns.

Dómkirkjan í Amiens er stærsta gotneska kirkja sem byggð var í Frakklandi á 13. öld og er stærsta sinnar tegundar þar í landi. Höfundurinn Jules Verne bjó í Amiens frá 1871 til dauðadags árið 1905 og var borgarfulltrúi þar í 15 ár. Stór jólamarkaður er haldinn í borginni í desember á hverju ári.

Nokkrir sérréttir eru kenndir við Amiens, þar á meðal macarons d'Amiens (kex með möndlum), tuiles amienoises (krúlluð kex með súkkulaði og appelsínu), pâté de canard d'Amiens (andarlifrarkæfa í smjördeigi), la ficelle Picarde (ofnbökuð crêpe með osti) og flamiche aux poireaux (smjördeigsbaka með blaðlaukum og rjóma).

  Þessi Frakklandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.