Fara í innihald

Kákasus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kákasus-svæðið.

Kákasus er svæðið milli Svartahafs og Kaspíahafs og inniheldur Kákasusfjöll og láglendið umhverfis þau. Almennt er að telja til Kákasus löndin Armeníu, Georgíu, Aserbaídsjan og norðurhlíðar fjallanna í Rússlandi: Krasnódar, Stavrópol og sjálfsstjórnarhéruðin Adygea, Kalmikía, Karasjaí-Sjerkessía, Kabardínó-Balkaría, Norður-Ossetía, Ingúsetía, Téténía og Dagestan.

Þrjú lönd á svæðinu gera tilkall til sjálfstæðis en eru ekki viðurkennd af alþjóðasamfélaginu: Abkasía, Nagornó-Karabak og Suður-Ossetía.

Landfræðilega er Kákasus hluti Asíu en er oft talið til Evrópu af sögulegum og menningarlegum ástæðum.

Þá telst Elbrusfjall hæsta fjall Evrópu.