Abkasía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Аҧсны́ Apsny (abkasíska)
Абхазия
Abkasíja (rússneska)
Fáni Abkasíu Skjaldamerki Abkasíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„ekkert“
Þjóðsöngur:
Аиааира
Staðsetning Abkasíu
Höfuðborg Súkúmí
Opinbert tungumál abkasíska, rússneska
Stjórnarfar Lýðveldi
Raul Khadjimba
Beslan Butba
Sjálfstæði frá Georgíu
 - yfirlýst 23. júlí 1992 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
*. sæti
8.660 km²
?
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
*. sæti
242.862
28/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2010
0,682 millj. dala (*. sæti)
3.000 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill apsar, rúbla
Tímabelti UTC+4
Þjóðarlén .ge
Landsnúmer +840
Abkasía

Abkasía (abkasíska: Аҧсны, Apsny; georgíska: აფხაზეთი, Apkhazeti eða Abkhazeti; rússneska: Абха́зия, Abkasíja) er fullvalda ríki við austurströnd Svartahafs. Sjálfstæði þess nýtur þó takmarkaðrar alþjóðlegrar viðurkenningar. Árið 2008 tók Rússland upp stjórnmálasamstarf við Abkasíu. Síðan þá hafa Níkaragva, Venesúela, Nárú, Túvalú og Vanúatú bæst í hóp ríkja sem viðurkenna sjálfstæði Abkasíu.

Samkvæmt stjórn Georgíu er Abkasía sjálfstjórnarhérað í Georgíu. Staða Abkasíu er meginástæða átaka Georgíu og Abkasíu sem hafa staðið frá upplausn Sovétríkjanna 1991. Stríðið um Abkasíu 1992-1993 var afleiðing af vaxandi spennu milli abkasa og Georgíumanna. Síðan þá hafa átök blossað reglulega upp. Georgía og mörg önnur ríki líta svo á að Abkasía sé í raun hernumin af rússneska hernum.

Ásamt Transnistríu, Suður-Ossetíu og Nagornó-Karabak, er Abkasía oft nefnd sem dæmi um „frosin átök“ innan fyrrum Sovétlýðvelda. Þessi fjögur ríki eiga með sér margvíslegt samstarf og styðja hvert annað.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.