Fara í innihald

Kristján 4.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kristján 4. Danakonungur)
Skjaldarmerki Aldinborgarar Konungur Danmerkur
Aldinborgarar
Kristján 4.
Kristján IV
Ríkisár 4. apríl 1588 - 28. febrúar 1648
SkírnarnafnChristian Oldenburg
KjörorðRegna Firmat Pietas
Fæddur12. apríl 1577
 Friðriksborgarhöll
Dáinn28. febrúar 1648
 Rósenborgarhöll
GröfHróarskeldudómkirkja
Konungsfjölskyldan
Faðir Friðrik II
Móðir Soffía af Mecklenburg-Schwerin
Drottning(1597)
Anna Katharina af Brandenburg
Börnmeð Önnu Katharinu:
  • Frederik († 1599)
  • Christian († 1647)
  • Sophie († 1605)
  • Elisabeth († 1608)
  • Friðrik
  • Ulrich († 1633)

með Kirsten Madsdatter:

  • Ulrich Christian Gyldenlöve
    († 1640)

með Karen Andersdatter:

  • Dorothea Elisabeth Gyldenlöve
    († 1615)
  • Hans Ulrich Gyldenlöve († 1645)

með Kirsten Munk:

með Vibeke Kruse:

Kristján 4. (12. apríl 157728. febrúar 1648) var kjörinn konungur Danmerkur og Noregs af Ríkisráðinu eftir lát föður síns Friðriks 2. árið 1588, þá aðeins ellefu ára gamall, en var fyrst krýndur þegar hann varð fullveðja 1596. Stjórnartíð hans einkenndist til að byrja með af friði og efnahagslegum uppgangi. Efnahagsstefna hans var í anda kaupauðgisstefnunnar og hann kom á verslunareinokun innan ríkis síns, þótt því væri ekki fylgt hart eftir. Á tímabilinu voru mikil átök við Svía vegna tilrauna þeirra til að koma undir sig Skáni og komast undan Eyrarsundstollinum, helstu tekjulind Danakonunga. Síðustu tvo áratugina fengu Danir svo að kynnast slæmum ósigrum, bæði á orrustuvöllunum í Þýskalandi í Þrjátíu ára stríðinu og í sjóorrustum á Eystrasalti. Kristján var mágur Jakobs 6. Skotakonungs og átti töluverð samskipti bæði við hann og fyrirrennara hans, Elísabetu 1., meðal annars um veiðar enskra duggara á Íslandsmiðum, sem voru mjög umfangsmiklar, bæði á 16. öld og fyrri hluta 17. aldar. Kristján hafði gríðarlegan áhuga á sjóferðum og sjóhernaði og í stjórnartíð hans eignuðust Danir fyrstu nýlendu sína í Austur-Indíum, Trankebar.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Kristján var þriðja barn og elsti sonur Friðriks 2. Danakonungs af Aldinborgarætt, og konu hans Soffíu af Mecklenburg. Hann giftist árið 1597 Önnu Katrínu af Brandenburg og átti með henni sex börn, þar á meðal ríkisarfann. Fyrir lát hennar 1612 átti hann einn son með Karen Madsdatter. Eftir lát drottningar giftist hann Karen Andersdatter sem ól honum tvö börn, og að síðustu átti hann tólf börn með Kirsten Munk, þar á meðal Leonóru Kristínu sem eyddi síðar tólf árum í Bláturni fyrir drottinsvik í stjórnartíð hálfbróður síns. Konungur skildi síðan við Kirsten Munk, sem var ákærð fyrir framhjáhald og bjó eftir 1629 með Vibeke Kruse sem ól honum tvö börn.


Fyrirrennari:
Friðrik 2.
Danakonungur
(15881648)
Eftirmaður:
Friðrik 3.