Bláturn
Útlit
Bláturn var turn á Kaupmannahafnarhöll í Danmörku og var reistur í tíð Kristjáns 4.. Nafnið er tilkomið vegna blýklæðningar sem var á þaki turnsins. Turninn var notaður sem fangelsi frá því fljótlega eftir að hann var reistur og þar til hann var rifinn 1731 með höllinni til að rýma fyrir Kristjánsborgarhöll. Eftir það var nafnið Bláturn notað yfir annað fangelsi sem var rifið árið 1848.
Guðmundur Andrésson var fangelsaður í Bláturni fyrir fjölkvæni árið 1649.
Leonóra Kristína Ulfeldt, dóttir Kirsten Munk og Kristjáns IV, sat inni í Bláturni frá 1663 til 1685 fyrir drottinsvik og skrifaði þar endurminningar sínar, Jammersminde sem á íslensku nefnast Harmaminning Leonóru Kristínar í Bláturni í þýðingu Björns Th. Björnssonar).
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Jammersminde Geymt 20 maí 2018 í Wayback Machine