Windsor (Ontario)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Windsor.

Windsor er borg í Ontaríó í Kanada. Hún er syðsta borg landsins og er staðsett á suðurbakka Detroitfljóts gegnt borginni Detroit, bandaríkjamegin. Árið 2011 voru þar um 211.000 íbúar.

Frakkar námu land á svæðinu árið 1749 og kölluðu Petite Côte (Litla-Strönd). Síðar fékk staðurinn nafnið Windsor eftir samnefndum bæ í Berkshire, Englandi og varð þorp um 1854 og borg árið 1892. Árið 1935 sameinaðist Windsor þremur samliggjandi bæjum; Walkerwille, Sandwich og Ford City. Windsor hefur verið miðstöð bílaiðnaðarins í Kanada.

Ouellette Avenue er aðalverslunargatan. Talsvert er af grænum svæðum í borginni og er Mic Mac Park stærstur almenningsgarða.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Windsor, Ontario“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. okt. 2016.