Fara í innihald

Jakob 2. Englandskonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Jakob 2. Bretakonungur)
Jakob 2. 1686 eftir Nicolas de Largillière.

Jakob 2. Englandskonungur (14. október 163316. september 1701) var konungur Englands, Írlands og Skotlands frá 6. febrúar 1685 þar til hann hrökklaðist frá völdum í Dýrlegu byltingunni 23. desember 1688. Hann var síðasti kaþólski konungur Englands. Hann tók við völdum eftir lát bróður síns, Karls 2., með stuðningi íhaldsmanna þrátt fyrir almenna andstöðu við kaþólikka í landinu. Uppreisn Monmouths sem óskilgetinn sonur Karls 2. leiddi gegn honum var barin niður. Hann ofsótti róttæka mótmælendur, einkum sáttmálamenn í Skotlandi, en reyndi jafnframt að aflétta takmörkunum á kaþólskri trú og banni við því að kaþólikkar gegndu opinberum stöðum. Hann reyndi jafnframt að styrkja stöðu sína með því að stækka fastaherinn og skipa kaþólska stuðningsmenn sína í lykilstöður innan hans. Þessi stefna hans varð til þess að margir íhaldssamir stuðningsmenn hans innan ensku biskupakirkjunnar snerust gegn honum. Þegar tengdasonur hans, Vilhjálmur Óraníufursti, ákvað að gera innrás og ræna völdum í Englandi (meðal annars til að koma í veg fyrir bandalag Englands og Frakklands gegn Hollandi) snerust enn fleiri gegn honum. Jakob reyndi ekki að beita her sínum gegn innrásarhernum og flúði til Frakklands þar sem hann fékk hæli við hirð Loðvíks 14.. Árið eftir reyndi hann að gera innrás á Írlandi sem mistókst. Stuðningsmenn hans sem eftir voru voru kallaðir jakobítar. Sonur hans, James Francis Edward Stuart, og sonarsonur, Charles Edward Stuart, leiddu tvær uppreisnir jakobíta 1715 og 1745 frá Skotlandi sem báðar mistókust.


Fyrirrennari:
Karl 2.
Konungur Englands, Írlands og Skotlands
(1685 – 1688)
Eftirmaður:
Vilhjálmur og María


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.