Georg 1. Bretlandskonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Georg 1. Bretakonungur)
Skjaldarmerki Hannover-ætt Konungur Stóra-Bretlands og Írlands
Hannover-ætt
Georg 1. Bretlandskonungur
Georg 1.
Ríkisár 1. ágúst 171411. júní 1727
SkírnarnafnGeorg Lúðvík
Fæddur28. maí 1660
 Hannover, kjörfurstadæminu Brunswick-Lüneburg, Heilaga rómverska ríkinu
Dáinn11. júní 1727 (67 ára)
 Schloss Osnabrück, Osnabrück
GröfLeineschloss, Hanover
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Ernst Ágúst kjörfursti af Hanover
Móðir Soffía af Pfalz
DrottningSoffía Dórótea af Selle
BörnGeorg 2. Bretlandskonungur, Soffía Dórótea Prússadrottning

Georg 1. (Georg Lúðvík; 28. maí 1660 – 11. júní 1727) var konungur Stóra-Bretlands og Írlands og hertogi og kjörfursti Brunswick-Lüneburg (Hanover) í Heilaga rómverska ríkinu frá 1698 til dauðadags.

Georg fæddist í Hanover og erfði hertogadæmið Brunswick-Lüneburg frá föður sínum og frændum. Hann bætti mjög við lönd sín í ýmsum evrópskum stríðum og var árið 1704 gerður kjörfursti af Hanover. Þegar hann var 54 ára, eftir dauða frænku sinnar, Önnu Bretadrottningar, varð Georg konungur Bretlands sem fyrsti einvaldurinn af Hanover-ætt. Um fimmtíu kaþólskir ættingjar voru honum framar í hefðbundinni erfðaröð, en lagasetning ársins 1701 hafði bannað að breska krúnan gengi til kaþólikka. Georg var nánasti ættingi Önnu af mótmælendatrú. Jakobítar reyndu að steypa Georg af stóli og reisa þess í stað kaþólskan hálfbróður Önnu, Jakob Frans Játvarð Stúart, til valda, en tókst það ekki.

Á valdatíð Georgs voru völd konungsins verulega skert og Bretland færðist nærri þingræði þar sem völdin voru í höndum forsætisráðherrans. Undir lok valdatíðar hans voru mest pólitísk völd í höndum Roberts Walpole, sem í seinni tíð er jafnan talinn fyrsti forsætisráðherra Bretlands.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Anna
Konungur Bretlands og Írlands
(1714 – 1727)
Eftirmaður:
Georg 2.