Fara í innihald

Múmínálfarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nokkrar helstu persónurnar í sögunum um Múmínálfana talið frá vinstri: Snabbi, Snúður, Múmínpabbi, Múmínmamma, Múmínsnáðinn, Mimla, Morrinn, Snorkstelpan og Hattífattarnir.
Múmíhúsið í skemmtigarðinum, Múmínheimur í Naantali, Finnlandi.

Múmínálfarnir (sænska: Mumintrollen) eru aðalpersónurnar í bókaröð og myndasögum eftir finnlandssænska rithöfundinn og myndlistarkonuna Tove Jansson, sem gefnar voru út á árunum 1945 til 1970. Þær voru skrifaðar á sænsku og gefnar út fyrst að finnska bókaforlaginu Schildts Förlags Ab sem sérhæfir sig í útgáfu á sænsku í Finnlandi. Þær hafa verið þýddar á ein 43 tungumál og nokkrar þeirra þar á meðal á íslensku.

Auk níu skáldsagna um Múmínálfana skrifaði Tove Jansson og myndskreytti fimm myndabækur, samdi teiknimyndasögur fyrir dagblöð með bróður sínum Lars Jansson sem birtust í enskum dagblöðum og lög innblásin af persónunum hafa verið gefin út. Einnig hafa verið gerðar teikni - og brúðumyndir fyrir sjónvarp um Múmínálfana, þær þekktustu í Póllandi og Japan auk teiknimynda í fullri lengd. Teiknimyndir um Múmínálfana hafa verið sýndar í íslenska Ríkissjónvarpinu nokkrum sinnum.

Skemmtigarðurinn Múmínheimur í Naantali í Finnlandi sem var opnaður árið 1993, er helgaður þeim, sem og safnið The Museum Moomin Valley í Tampere, en þar eru geymdar upprunalegar teikningar ásamt handunnum leirbrúðum Tove og öðru efni sem tengist Múmínálfunum og sögu þeirra.

Bækurnar fjalla um Múmínálfana og vini þeirra og nágranna í Múmíndal. Múmínálfarnir eiga heima í Múmínhúsinu, sem er há, blá, sívöl bygging. Þeir eru hvítir á litinn og minna á flóðhesta í útliti.

Fyrsta sagan um múmínálfana hét Småtrollen och den stora översvämningen og kom út árið 1945. Fyrsta múmínálfabókin sem kom út á íslensku var Pípuhattur galdrakarlsins sem kom út árið 1968 í þýðingu Steinunnar S. Briem.

Sögupersónur

[breyta | breyta frumkóða]

Listi yfir nokkrar sögupersónur í bókunum og teiknimyndunum um múmínálfana.