HIM

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
HIM á tónleikum árið 2013.

HIM er finnsk þungarokkshljómsveit. Þeir urðu frægir í Evrópu með smáskífunni „Join Me In Death“ eða „Join Me“, sem komst á topplista í Þýskalandi árið 2000.

Stíll[breyta | breyta frumkóða]

Menn hafa lengi deilt um það hvernig flokka eigi HIM, tónlistarstíllinn er gjarnan nefndur „love metal“ af söngvara hljómsveitarinnar og mörgum aðdáendum hennar. Ville Valo hefur sagt að hljómsveitin hafi í upphafi verið „nokkurs konar Black Sabbath lofhljómsveit“,[1] sem rennir stoðum undir þá skoðun að hljómsveitin hneigist til metalsins. Á Love Metal Archives DVD–disknum segir Valo í viðtali að hann hafi fengið nóg af spurningum fréttamanna og spyrla um hvernig flokka eigi HIM. Hann sagði að til að svara þeirri spurningu hefðu þeir búið til plötu sem kölluð var Love Metal.

Tónlistargagnrýnendur flokka þá gjarnan sem „gothic metal“. En tónlistin er oft líka flokkuð með flokkuð jaðarrokki, jaðarþungarokki, Goth rocki og þungarokki.

Núverandi meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

 • Ville Valo – söngur (1991/92-1993, 1995-)
 • Mige – bassi (1991/92-1993, 1995-)
 • Linde Lindström – gítar (1995-)
 • Burton – hljómborð (2001-)
 • Jukka Kröger – trommur (2015-)

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

 • Greatest Love Songs Vol. 666 (1997)
 • Razorblade Romance (2000)
 • Deep Shadows and Brilliant Highlights (2001)
 • Love Metal (2003)
 • Dark Light (2005)
 • Venus Doom (2007)
 • Screamworks: Love in Theory and Practice (2010)
 • Tears on Tape (2013)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]