Fara í innihald

Strandölur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Alnus maritima)
Strandölur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Elri (Alnus)
Undirættkvísl: Clethropsis
Tegund:
A. maritima

Tvínefni
Alnus maritima
(Marshall) Muhl. ex Nutt.
Náttúruleg útbreiðsla Alnus maritima
Náttúruleg útbreiðsla Alnus maritima
Samheiti
  • Alnus japonica Siebold & Zucc. nom. illeg.
  • Betula-alnus maritima Marshall

Strandölur (fræðiheiti: Alnus maritima) er elritegund frá Bandaríkjunum, og finnst á þremur aðskildum svæðum; í Oklahoma, Georgíu, og í Maryland og Delaware á Delmarva-skaga. Árið 2002 voru þessir þrír hópar viðurkenndir sem mismunandi undirtegundir, og gefin nöfnin Alnus maritima subsp. oklahomensis, Alnus maritima subsp. georgiensis, og Alnus maritima subsp. maritima.[2] Á meðan sumir telja undirtegundina maritima vera þá upprunalegustu og að hinar séu frávik sem hafi myndast vegna fjarlægðar, þá benda morphometric (greining á formi) og phylogeographic rannsóknir til að Oklahoma undirtegundin (subsp. oklahomensis) sé í raun sú upprunalegasta að tegundin hafi áður haft mun víðari útbreiðslu í Bandaríkjunum.[2][3]

Alnus maritima er talinn vera stór runni eða lítið tré og er eina haustblómstrandi tegund ættkvíslarinnar upprunnin í Norður Ameríku. Allar aðrar N-Amerískar elritegundir blómstra að vori. Haustblómstrunin sem er einkennandi fyrir Alnus maritima er deilt með tvemur gamlaheims elri-tegundum; Alnus nitida og Alnus nepalensis, sem eru einlendar í suðaustur Asíu. Þessi mikli munur á blómgun við aðrar tegundir hefur leitt til að þær séu taldar til eigin undirættar; Clethropsis.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Stritch, L.; Roy, S.; Shaw, K.; Wilson, B. & Rivers, M.C. (2016). Alnus maritima. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2016: e.T34053A2841625. doi:10.2305/IUCN.UK.2016-3.RLTS.T34053A2841625.en. Sótt 9. nóvember 2017.
  2. 2,0 2,1 2,2 Schrader, J.A. and W.R. Graves. 2002. Infraspecific systematics of Alnus maritima (Betulaceae) from three widely disjunct provenances. Castanea 67: 380–401.
  3. Schrader, J.A. and W.R. Graves. 2004. Systematics of Alnus maritima (seaside alder) resolved by ISSR polymorphisms and morphological characters. J. Amer. Soc. Hort. Sci. 129: 231–236.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]



  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.