Alnus cordata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alnus cordata
Blöð Alnus cordata óþroskaðir karlreklar
Blöð Alnus cordata
óþroskaðir karlreklar
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Elri (Alnus)
Undirættkvísl: Alnus
Útbreiðslukort
Útbreiðslukort
Samheiti
  • Betula cordata Loisel.
  • Alnus rotundifolia Bertol.
  • Alnus neapolitana Savi
  • Alnus cordata Desf., invalid, no description nor basionym reference
  • Alnus cordifolia Ten.
  • Alnus obcordata C.A.Mey. ex Steud.
  • Alnus macrocarpa Req. ex Nyman
  • Alnus nervosus Dippel
Alnus cordata tree

Alnus cordata[1][2] er tré eða runnategund af birkiætt (Betulaceae) og er það ættað frá suður Apennínafjöllum (Campania, Basilicata og Calabría, aðallega á vestur fjallafjallahlíðum) og norðausturfjöllum Korsíku.[3] Það hefur verið flutt til Sikileyjar og Sardiníu og síðar til miðhluta N-Ítalíu,[4][5][6] öðrum Evrópulöndum; (Frakkland, Belgía, Spánn, Azoreyjar, Bretland)[7] og lönd utan Evrópu (Chile, Nýja-Sjáland),[4] þar sem hann hefur orðið ílendur.

Þetta er meðalstórt tré, allt að 25 metra hátt[8] (einstaka sinnum að 28 m), með bol allt að 70 til 100 sm í þvermál. Tréð er lauffellandi en er laufgað sérstaklega lengi, frá apríl fram í desember á norðurhveli; blöðin eru stakstæð, hjartalaga (cordata), gljáandi græn, 5 til 12 sm löng, með fíntenntum kanti.

Þroskaðir könglar


Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Eins og aðrar elritegundir auðgar hann jarðveginn (niturbinding) með bakteríunni Actinomyces alni (Frankia alni).[9] Hann þrífst í miklu þurrari jarðvegi en flestar aðrar elritegundir, og vex hratt við jafnvel mjög óhentugar aðstæður, sem gerir hann sérstaklega verðmætan í landslags útplöntunum á erfiðum stöðum eins og úrgangshaugum náma og í þjöppuðum jarðvegi þéttbýlissvæða. Hann er oft ræktaður sem skjólbelti.

Hann gefur einnig af sér verðmætan rauðleitt rauðgulan við. Hann grotnar fljótt þar sem loftar um hann, en er endingargóður í vatni. Það er notað í útskurð eða renndur, í húsgögn, panel eða krossvið.[9]

Bonsai[breyta | breyta frumkóða]

Alnus cordata er notaður í meðalstórt til stórt bonsai, hraðvaxandi en bregst vel við klippingu.[10]


Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kew World Checklist of Selected Plant Families
  2. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  3. Gamisans, J. (1983). L'Aulne à feuilles en coeur Alnus cordata (Loisel.) Loisel. dans son milieu naturel en Corse. ENGREF, Ecole nationale du génie rural, des eaux et des forêts, Nancy (FRA).
  4. 4,0 4,1 Caudullo, G., Mauri, A., 2016. Alnus cordata in Europe: distribution, habitat, usage and threats. In: San-Miguel-Ayanz, J., de Rigo, D., Caudullo, G., Houston Durrant, T., Mauri, A. (Eds.), European Atlas of Forest Tree Species. Publications Office of the European Union, Luxembourg, pp. e015443+
  5. Camarda, I. (1982). Note su alberi e arbusti della Sardegna Geymt 11 október 2016 í Wayback Machine. Bollettino della Società sarda di scienze naturali, Vol. 21: 323-331
  6. Salvatore Cambria, Flora e Vegetazione della Sicilia: Alnus cordata (Loisel.) Duby Geymt 15 júlí 2016 í Wayback Machine. Accessed on July 2016
  7. Shaw, K., Wilson, B. & Roy, S. 2014. Alnus cordata. The IUCN Red List of Threatened Species 2014: e.T194657A2356349. [1]. Downloaded on 15 July 2016
  8. Rushforth, Keith (1986) [1980]. Bäume [Pocket Guide to Trees] (þýska) (2nd. útgáfa). Bern: Hallwag AG. bls. 91. ISBN 3-444-70130-6.
  9. 9,0 9,1 Ducci, F.; Tani, A. (2009). „Italian alder - Alnus cordata (PDF). EUFORGEN Technical guidelines for conservation and use. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 11. ágúst 2016. Sótt 23. október 2017.
  10. D'Cruz, Mark. „Ma-Ke Bonsai Care Guide for Alnus cordata“. Ma-Ke Bonsai. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. mars 2012. Sótt 5. júlí 2011.
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.