Sitkaelri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sitkaölur
Alnus-viridis-leaves.JPG
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Elri (Alnus)
Undirættkvísl: Alnobetula
Tegund:
A. viridis ssp. sinuata

Þrínefni
Alnus viridis ssp. sinuata
(Regel) Á.Löve & D.Löve
Heimsútbreiðsla Alnus viridis
Heimsútbreiðsla Alnus viridis
Útbreiðsla Alnus viridis ssp sinuata í N-Ameríku
Útbreiðsla Alnus viridis ssp sinuata í N-Ameríku
Lauf sitkaelris.

Sitkaelri eða sitkaölur[1] (fræðiheiti: Alnus viridis ssp. sinuata) er margstofna runni af birkiætt sem vex í vesturhluta Norður-Ameríku: Allt frá Alaska til fjalla í Kaliforníu.

Það er ljóselsk tegund og nær frá 3 til 10 metra að hæð og getur vaxið frá sjávarmáli í allt að 2700 metra hæð. Laufblöð verða allt að 9 sm löng og karlreklar 10-12 sm. Sitkaelri gerir ekki miklar kröfur til jarðvegs en þrífst best þar sem jarðraki er til staðar. Sitkaelri verður sjaldan eldra en 50 ára. [2]

Sitkaelri er notað í landgræðslu í Bandaríkjunum en rætur þess og sambýli þeirra við niturbindandi rótargerla hjálpa til við það. [3] Tilraunir hafa verið gert með það á Íslandi.[4] Sitkaölur frá skógrækt hefur sáð sér á Stjórnarsandi við Kirkjubæjarklaustur, Skógey nærri Hornafirði, Hveragerði, Reyðafirði og í Elliðaárdal.[1]

Sitkaelri er náskylt kjarrelri og grænelri sem vex í Evrópu og Asíu.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Hörður Kristinsson (2008). Íslenskt plöntutal, blómplöntur og byrkningar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 51. 58 bls.
  2. Sitkaelri Lystigarður Akureyrar. Skoðað 27. maí, 2016
  3. Sitka alder United States Department of Agriculture. Skoðað 27. maí, 2016.
  4. Elri gæti komið í stað lúpínu.Vísir. Skoðað 27. maí, 2016.
  5. Elritegundir Skógrækt ríkisins. Skoðað 27. maí, 2016.