Fara í innihald

Gráelri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Alnus incana ssp. incana)
Gráelri
Blöð Alnus incana subsp. rugosa
Blöð Alnus incana subsp. rugosa
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Elri (Alnus)
Tegund:
A. incana

Tvínefni
Alnus incana
(L.) Moench[1]
Heimsútbreiðsla gráelris Gráelris (A. incana)
Heimsútbreiðsla gráelris Gráelris (A. incana)
Útbreiðsla A. incana subsp. incana
Útbreiðsla A. incana subsp. incana
Útbreiðsla A. incana subsp. rugosa
Útbreiðsla A. incana subsp. rugosa
Útbreiðsla A. incana subsp. tenuifolia
Útbreiðsla A. incana subsp. tenuifolia

Gráelri (Alnus incana) er meðalstórt tré af birkiætt. Það verður 15-20 metra hæst og vaxtalag er frá margstofna tré eða runna til einstofna trés með keilulaga krónu. Tréð hefur svepprót eins og önnur elri.

Undirtegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Undirtegundir eru 4-6 talsins. Sumir líta á einstakar undirtegundir sem sér tegund.

  • Alnus incana subsp. incana: Gráelri. — Norður-Evrópa, í fjöllum mið- og suður-Evrópu og norðaustur-Asíu.
  • Alnus incana subsp. hirsuta: Hæruölur - Í fjöllum mið- og norðaustur Asíu.
  • Alnus incana subsp. kolaensis — Norðaustur-Evrópa.
  • Alnus incana subsp. oblongifolia - Suðvestur-Bandaríkin og norður-Mexíkó.
  • Alnus incana subsp. rugosa: Vætuölur - Kanada og norðausturhluti Bandaríkjanna.
  • Alnus incana subsp. tenuifolia: Blæelri - Vesturhluti Norður-Ameríku.

Á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Gráelri verður allt að 15 metrar á Íslandi. Það blómstrar reklum snemma vors og blóm skemmast oft í vorfrostum sem dregur úr frætekju. Þrátt fyrir það er kal á sprotum sjaldgæft. Norsk og finnsk kvæmi eru vel aðlöguð íslenskum aðstæðum. Blæelri hefur einnig verið reynt á Íslandi. Reynsla er lítil en blæelri er hraðvaxnara en evrópska systurtegund sín. [2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Flora of North America. 2009
  2. Elri Geymt 27 október 2017 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins. Skoðað 3.október, 2016.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.