Hæruölur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hæruölur
Stofn og blöð Alnus incana subsp. hirsuta
Stofn og blöð Alnus incana subsp. hirsuta
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Elri (Alnus)
Tegund:
A. incana

Tvínefni
Alnus incana
(L.) Moench[1]
Þrínefni
Alnus incana subsp. hirsuta
Heimsútbreiðsla gráelris Gráelris (A. incana)
Heimsútbreiðsla gráelris Gráelris (A. incana)

Hæruölur (Alnus incana ssp. hirsuta) er undirtegund Gráelris og er meðalstórt tré af birkiætt.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Það verður 18 til 20m að hæð í heimkynnum sínum. Hæruelri líkist mjög gráelri, en er með stærri blöð og köngla. Börkur svarbrúnn, greinar með þéttdúnhærða brúska aðeins fyrst í stað, rauð-brún, eldri greinar bládöggvaðar, sléttar. Brum egglaga, límug, með purpuralita dúnhæringu. Tréð hefur svepprót eins og önnur elri.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Það vex í fjöllum mið- og norðaustur Asíu.

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Finnst hérlendis og eru eintök í Grasagarði Reykjavíkur og Lystigarði Akureyrar sem þrífast vel. [2]


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Flora of North America. 2009
  2. [1] Geymt 2020-10-01 í Wayback Machine Lystigarður Akureyrar
Wikilífverur eru með efni sem tengist
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.