Fjallölur
Fjallölur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Alnus maximowiczii Callier | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Fjallölur, fræðiheiti Alnus maximowiczii,[1][2][3] er elritegund ættuð frá Japan, Kóreu, og austast í Rússlandi (Sakhalin, Primorye, Khabarovsk, Kúrileyjar).[4][5][6]
Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]
Útbreiðslusvæði tegundarinnar er austast í Rússlandi; Sakhalin, Primorye, Shantar-eyjar, Kúrileyjar (Shikotan, Kunashir, Iturup, Simushir)[7], Japan[8] og Kóreuskaga[9].
Hann vex á bökkum áa og lækja, nálægt sjó. Austast í Rússlandi er hann frá Kievka-á til vatnasvæðis Uda-ár. Hann vex ýmist stakur eða í þykknum í rökum jarðvegi. Hann vex helst upp í hálendi þar sem hann er í skjóli dala. Stundum vex hann með runnafuru á fjallatoppum þar sem hann verður jarðlægur. Á Kúrileyjum er hann undirgróður í steinbjarkarskógum, í lægðum og hlíðum.
Lýsing[breyta | breyta frumkóða]
Runni eða tré að 10m hæð. Börkurinn er grár, með nær kringlóttum loftaugum; ungar greinar eru ljósbrúnar með fjölda mjög mjórra loftauga.
Brumin eru sessile, 1-1.3 cm löng. Blöðin eru breiðegglaga, 7-10 sm löng, 7-8 sm breið, með breiðum oft hjartalaga grunni, fíntennt.
Könglarnir eru 1,5-2 sm langir, á stuttum stilk. Fræin eru með vængjum.
Blómstrar í maí - júní.
Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ C.K.Schneider, 1904 In: Ill. Handb. Laubholzk. 1: 122
- ↑ WCSP: World Checklist of Selected Plant Families
- ↑ English Names for Korean Native Plants (PDF). Pocheon: Korea National Arboretum. 2015. bls. 349. ISBN 978-89-97450-98-5. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 25 May 2017. Sótt 25 January 2016 – gegnum Korea Forest Service.
- ↑ Kew World Checklist of Selected Plant Families
- ↑ Bailey, L.H. & E.Z. Bailey. 1976. Hortus Third i–xiv, 1–1290. MacMillan, New York
- ↑ „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. 2014.
- ↑ Snið:Книга
- ↑ Snið:Книга
- ↑ По данным сайта GRIN (см. карточку растения).