Ródín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
  Kóbolt  
Rúþen Ródín Palladín
  Iridín  
Efnatákn Rh
Sætistala 45
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 12410,0 kg/
Harka 6,0
Atómmassi 102,90550(2) g/mól
Bræðslumark 2237,0 K
Suðumark 3968,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Ródín er frumefni með efnatáknið Rh og sætistöluna 45 í lotukerfinu. Þetta er sjaldgæfur silfurhvítur, harður hliðarmálmur í platínuflokknum, finnst í platínugrýti og er notaður málmblendi með platínu og sem hvati.

Almenn einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Ródín er harður, silfurhvítur og endingargóður málmur með háan endurvarpsstuðul. Ef það er smám saman kælt niður úr glóandi heitu ástandi, breytist það í snertingu við súrefni í seskíoxíð, sem breytist svo við hækkandi hitastig aftur yfir í málminn. Ródín hefur bæði hærra bræðslumark og lægri eðlismassa en platína. Það er ónæmt gagnvart öllum sýrum nema kóngavatni, sem leysir það upp.

Notkun[breyta | breyta frumkóða]

Aðalnot þessa frumefnis er sem málmblendisefni til að herða platínu og palladín. Þessar málmblöndur eru notaðar í bræðsluofnavöf, fóðringar í glertrefjaframleiðslu, snertispennunema, rafskaut fyrir kerti í flugvélar og í deiglur fyrir rannsóknastofur. Önnur not;