Fara í innihald

Xenon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
  Krypton  
Joð Xenon
  Radon  
Efnatákn Xe
Sætistala 54
Efnaflokkur Eðalgastegund
Eðlismassi (við 273 K) 5,9 kg/
Harka Óviðeigandi
Atómmassi 131,293 g/mól
Bræðslumark 161,4 K
Suðumark 165,1 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Gas
Lotukerfið

Xenon er frumefni með efnatáknið Xe og sætistöluna 54 í lotukerfinu. Xenon er litlaust, lyktarlaust og mjög þungt eðalgas og finnst í andrúmslofti jarðar í örlitlu magni. Það var uppistaða eins fyrsta efnasambands eðalgasa sem búið var til.

Þegar xenon er notað í ljósaperu, gefur það frá sér ljós sem er mjög líkt dagsbirtu. Vinsælt er orðið að nota það í aðalljós bifreiða og það er í ljósaperunum sem eru notaðar í Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.