Fransín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
  Sesín  
Fransín Radín
   
Efnatákn Fr
Sætistala 87
Efnaflokkur Alkalímálmur
Eðlismassi 1870,0 kg/
Harka Ekki vitað
Atómmassi 223,0197307 g/mól
Bræðslumark 300,2 K
Suðumark 950,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast efni
Lotukerfið

Fransín er frumefni með efnatáknið Fr og er númer 87 í lotukerfinu. Þetta er mjög geislavirkur alkalímálmur sem finnst í úran- og þóríngrýti.

Saga og almenn einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Marguerite Perey frá Curie-stofnuninni í París uppgötvaði þetta frumefni, sem nefnt er eftir Frakklandi, árið 1939. Fransín er þyngsti alkalímálmurinn og verður til við alfahrörnun aktiníðs. Einnig er hægt að framleiða það með því að láta róteindir dynja á þóríni.

Þó að það verði til í náttúrunni í úrangrýti, er áætlað að einungis séu til um 30 grömm af fransíni í jarðskorpunni. Það er óstöðugast af fyrstu 101 frumefnunum og hefur hæstu jafngildu þyngd allra frumefna.

Þekkt er 41 samsæta af fransíni. Sú langlífasta, 223Fr, er dóttursamsæta 227Ac, hefur helmingunartíma upp á 22 mínútur og er eina samsæta fransíns sem finnst í náttúrunni. Allar samsætur fransíns eru gríðarlega óstöðugar og þess vegna hafa eingöngu verið hægt að mæla eiginleika þess með geislaefnafræðilegum hætti.

Örfáar myndir hafa verið teknar af fransíni en aðeins af litlu magni þess, mest 200.000 atómum í hvert sinn. Myndirnar voru teknar með því að fanga atómin og nota sérstaka flúrljómunarmyndavél.