Fara í innihald

Vanadín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
   
Títan Vanadín Króm
  Níóbín  
Efnatákn V
Sætistala 23
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 6110,0 kg/
Harka 7,0
Atómmassi 50,9415 g/mól
Bræðslumark 2175,0 K
Suðumark 3682,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Vanadín (eða vanadíum) er frumefni með efnatáknið V og sætistöluna 23 í lotukerfinu. Þetta er sjaldgæft, mjúkt og sveigjanlegt frumefni sem finnst blandað í ýmsum steintegundum og er aðallega notað til að framleiða ýmsar málmblöndur. Frumefnið er eitt af þeim 26 frumefnum sem fyrirfinnast að jafnaði í lífverum.

Andrés Manuel del Río uppgötvað vanadín í Mexíkó árið 1801. Hann kallaði efnið „brúnt blý“. Svíinn Nils Gabriel Sefström gaf málmi þessum sitt núverandi nafn eftir Vanadís sem var annað heiti fyrir Freyju.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.