Radín
Jump to navigation
Jump to search
Barín | |||||||||||||||||||||||||
Fransín | Radín | Aktín | |||||||||||||||||||||||
|
Radín er frumefni með skammstöfunina Ra og er númer 88 í lotukerfinu. Það er næstum algerlega hvítt í útliti, en sortnar við snertingu við loft vegna oxunar. Radín er jarðalkalímálmur, sem finnst í örlitlum mæli í úrangrýti. Það er gríðarlega geislavirkt. Stöðugasta samsæta þess, Ra-226, hefur 1602 ára helmingunartíma og hrörnar í radongas.