Fara í innihald

Mólýbden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
  Króm  
Níóbín Mólýbden Teknetín
  Volfram  
Efnatákn Mo
Sætistala 42
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 10280,0 kg/
Harka 5,5
Atómmassi 95,94 g/mól
Bræðslumark 2896,0 K
Suðumark 4912,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Mólýbden er frumefni með efnatáknið Mo og sætistöluna 42 í lotukerfinu.

Almenn einkenni

[breyta | breyta frumkóða]

Mólýbden er silfurhvítur, gríðarlega harður hliðarmálmur. Það hefur einnig eitt hæsta bræðslumark hreinna frumefna. Í litlum skömmtum er mólýbden mjög áhrifaríkt við að herða stál. Mólýbden er mikilvægt næringarnámi plantna og finnst í sumum lífhvötum, þar á meðal xanþínoxíðasa.

Tveir þriðju af öllu mólýbdeni sem notað er fer í málmblöndur. Notkun þess jókst gífurlega í fyrri heimsstyrjöld þegar mikil eftirspurn eftir volframi dró úr framboði á þeim málmi, og hástyrktarstál varð dýrt í innkaupi. Mólýbden er notað í dag í hástyrktarmálmblöndur og í háhitastál. Sérstök mólýbdenmálmblendi, eins og Hastelloy® eru sérstaklega hita- og tæringarþolin. Mólýbden er notað í flugvélaíhluti og flugskeyti, og einnig í glóðarþræði. Það er sömuleiðis notað sem hvati í olíuiðnaði, sérstaklega í hvata sem notaðir eru til að fjarlægja lífræn brennisteinssambönd úr jarðolíuvörum. Mo-99 er notað í kjarnorkuiðnaði. Mólýbden er einnig notað sem appelsínugult litarefni í málningu, blek, plast og gúmmíefni. Mólýbdentvísúlfíð er gott smurefni, sérstaklega við hátt hitastig. Mólýbden er einnig notað í rafeindaiðnaði sem leiðandi málmlag í TFT skjái.