Volfram

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
  Mólýbden  
Tantal Volfram Renín
  Seborgín  
Wolfram evaporated crystals and 1cm3 cube.jpg
Efnatákn W
Sætistala 74
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 19250,0 kg/
Harka 7,5
Atómmassi 183,84 g/mól
Bræðslumark 3695,0 K
Suðumark 5828,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Volfram (stundum skrifað wolfram) eða þungsteinn er frumefni með efnatáknið W og er númer 74 í lotukerfinu. Volfram er mjög harður hliðarmálmur, stálgrár eða hvítur. Volfram er að finna í nokkrum steintegundum, þar á meðal volframíti og scheelíti, og er markvert fyrir kröftuga efniseiginleika sína. Í hreinu formi er það aðallega notað í raffræðilegum tilgangi, en mörg efnasambönd og málmblöndur þess eru víða notuð (þá aðallega í glóarþræði í ljósaperur og í framúrstefnulegar ofurmálmblöndur).

Almennir eiginleikar[breyta | breyta frumkóða]

Hreint volfram er stálgrár yfir í tinhvítan á litinn og er harður málmur. Það er hægt að saga það í sundur með járnsög þegar það er mjög hreint (það er stökkt og erfitt til vinnslu í óhreinu formi) og er að öðru leyti unnið með því að móta, teygja eða pressa það. Þetta frumefni hefur hæsta bræðslumark (3422 °C), lægsta gufuþrýsting og hæsta togþol, við hitastig yfir 1650 °C, allra málma. Viðmót þess við tæringu er framúrskarandi og virka eingöngu ólífrænar sýrur á það, og þá bara rétt aðeins. Volfram myndar verndandi oxíð við snertingu við loft. Þegar það er blandað í litlum mæli við stál, eykur það styrk stálsins all verulega.

Notkun[breyta | breyta frumkóða]

Volfram er málmur með stórt notkunarsvið. Mest er það notað í volframkarbíð (W2C) í sindruðum harðmálmum. Sindraðir harðmálmar eru slitþolin efni sem að notuð eru í málmiðnaði, námugreftri, olíu- og byggingariðnaði. Volfram er einnig mikið notað í glóðaþræði í ljósaperur og útvarpslampa, ásamt rafskautum, vegna þess að hægt er að draga það í fíngerðann vír með hátt bræðslumark.

Önnur not:

  • Harka og þéttleiki þess málms gerir hann tilvalinn í framleiðslu á þungmálmblöndur sem notaðir eru í vígbúnað, varmagleypi, lóð og mótvægi.
  • Hár þéttleiki gerir það tilvalinn í gerð pílna og er stundum allt að 80% af efnisinnihaldi.
  • Stál í háhraðatæki eru oft blönduð með volfram, þarsem volframstál inniheldur allt að 18% volfram.
  • Ofurmálmblöndur sem innihalda þennan málm eru notaðar í túrbínublöð, stáláhöld, og slitþolna hluti og húðanir.
  • Volframefnablöndur eru notaðar í stað blýs í byssukúlur.
  • Volframefnasambönd eru notuð í hvata, ólífræn litarefni, og volfram tvísúlfíð háhita smurningu sem að eru stöðugar upp að 500 °C.
  • Sökum þess að varmaþennsla þess er svipuð gleri, er það notað til að búa til gler-málm þéttingar.