Praseódým

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
   
Serín Praseódým Neódým
  Prótaktín  
Efnatákn Pr
Sætistala 59
Efnaflokkur Lantaníð
Eðlismassi 6770 kg/
Harka 2,5
Atómmassi 140,907 g/mól
Bræðslumark 1208 K
Suðumark 3403 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Praseódým er frumefni með efnatáknið Pr og sætistöluna 59. Það er af flokki lantaníða og telst til sjaldgæfra jarðmálma. Praseódým er mjúkur, silfurgrár, sveigjanlegur málmur með marga gagnlega eiginleika. Það er of hvarfgjarnt til að það finnist hreint í náttúrunni og fær á sig græna slikju þegar það kemst í snertingu við súrefni.

Praseódým kemur alltaf fyrir í náttúrunni í tengslum við aðra sjaldgæfa jarðmálma. Það er fjórði algengasti sjaldgæfi jarðmálmurinn í jarðskorpunni og er svipað algengt og bór. Árið 1841 einangraði sænski efnafræðingurinn Carl Gustaf Mosander málmoxíð úr efnisleif sem hann kallaði „lanthana“ og kallaði það didymium (úr grísku δίδυμος didymos „tvíburi“). Árið 1885 greindi austurríski efnafræðingurinn Carl Auer von Welsbach didymium í tvö efni sem bjuggu til sölt af ólíkum litum. Hann nefndi þessi efni praseodymium og neodymium. Forskeytið praseo- kemur úr grísku πράσινος prasinos „grænn“.

Praseódým er notað víða, meðal annars í málmblöndur fyrir sterka segla, ásamt neódým í öryggisgler, í málmblöndu með magnesíni fyrir mjög sterka málma sem notaðir eru í flugvélahreyfla og til að gefa gleri gulan lit.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.