Mendelevín
Útlit
Túlín | |||||||||||||||||||||||||
Fermín | Mendelevín | Nóbelín | |||||||||||||||||||||||
|
Mendelevín er tilbúið frumefni sem ekki finnst í náttúrunni og hefur sætistöluna 101. Mendelevín er geislavirkur málmur sem tilheyrir aktíníðum. Mendelevín var fyrst búið til á rannsóknarstofu við Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1955 með því að skjóta alfaeindum á einsteinín.[1] Þessi sama aðferð notuð til að búa það til í dag, en mendelevín er fyrst í röð frumefna sem ekki er hægt að mynda með því að skjóta nifteindum á léttari efni. Það dregur nafn sitt af rússneska efnafræðingnum Dmítríj Mendelejev.
Vegna þess hve seinlegt er að búa til mendelevín og hversu skammur helmingunartíminn er hafa ekki fundist nein not fyrir það fyrir utan vísindarannsóknir.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Ghiorso, A.; Harvey, B.; Choppin, G.; Thompson, S.; Seaborg, Glenn T. (1955). „New Element Mendelevium, Atomic Number 101“. Physical Review. 98 (5): 1518–1519. Bibcode:1955PhRv...98.1518G. doi:10.1103/PhysRev.98.1518. ISBN 9789810214401.