Birki
Birki | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Útbreiðsla Betula
| ||||||||||||
Undirættkvíslir | ||||||||||||
| ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
|
Birki er ættkvísl jurta af birkiætt sem vaxa víða um norðurhvel jarðar. Birki er skylt elri (ölur) og hesli sem teljast einnig til birkiættar. Birkitegundum er skipt í fimm undirættkvíslir.
Birkið er auðþekkt á smágerðu tenntu laufi og ljósum pappírskenndum berki.
Birki á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Á Íslandi eru tvær birkitegundir innlendar og jafnframt mjög einkennandi fyrir íslenska náttúru: ilmbjörk (birki í daglegu tali) og fjalldrapi. Ilmbjörkin er eina innlenda tré landsins sem myndar skóga. Við landnám er talið að allt að þriðjungur Íslands hafi verið þakinn birkiskógi.
Talið er líklegt að vaxtarlag birkiskóga hafi breyst frá landnámi vegna búskaparhátta og gangið hafi verið á birkiskóga svo skógarleifar eru núna kræklóttar hríslur. Fjalldrapi getur æxlast við birki og nefnist blendingurinn skógviðarbróðir en hann er kræklóttur runni. Árið 1987 hófust birkikynbætur á Íslandi og var markmið að rækta beinvaxin há þróttmikið birkitré og endurheimta forna reisn íslenska birkisins. Birki sem er helst þekkt á Íslandi;
- Steinbjörk (Betula ermanii)
- Fjalldrapi (Betula nana)
- Skógviðarbróðir (Betula nana x pubescens)
- Vörtubjörk (Betula pendula)
- Ilmbjörk (Betula pubescens)
Birkitegundir
[breyta | breyta frumkóða]- Birki ættað frá Evrópu og Asíu
- Betula alnoides — Oddabjörk (Kína, Himalaja, norður Indókína)
- Betula ashburneri (Bhutan, Tíbet, Sichuan, Yunnan fylki í Kína)
- Betula baschkirica (austur-Evrópa Rússland)
- Betula bomiensis (Tíbet)
- Betula calcicola (Sichuan + Yunnan fylki í Kína)
- Betula celtiberica (Spánn)
- Betula chichibuensis (Chichibu héruð í Japan)[1]
- Betula chinensis—(Kína, Kórea)
- Betula coriaceifolia (Uzbekistan)
- Betula corylifolia - Heslibjörk (Honshu eyja í Japan)
- Betula costata Rifbjörk (norðaustur Kína, Kórea, Primorye hérað í Rússlandi)
- Betula cylindrostachya (Himalaja, suður Kína, Myanmar)
- Betula dahurica - Drekabjörk (austur Síbería, austast í Rússlandi, norðaustur Kína, Mongólía, Kórea, Japan)
- Betula delavayi - (Tíbet, suður Kína)
- Betula ermanii — Steinbjörk (austur Síbería, austast í Rússlandi, norðaustur Kína, Kórea, Japan)
- Betula falcata (Tajikistan)
- Betula fargesii (Chongqing + Hubei fylki í Kína)
- Betula fruticosa (austur Síbería, austast í Rússlandi, norðaustur Kína, Mongólía, Kórea, Japan)
- Betula globispica (Honshu eyja í Japan)
- Betula gmelinii (Síbería, Mongólía, norðaustur Kína, Kórea, Hokkaido eyja í Japan)
- Betula grossa — Álmbjörk (Japan)
- Betula gynoterminalis (Yunnan fylki í Kína)
- Betula honanensis - (Henan fylki í Kína)
- Betula humilis - Dvergbjörk eða Betula kamtschatica— Kamchatka birki platyphylla (norður og mið Evrópa, Síbería, Kazakhstan, Xinjiana, Mongólía, Kórea)
- Betula insignis - (suður Kína)
- Betula karagandensis (Kazakhstan)
- Betula klokovii (Úkraína)
- Betula kotulae (Úkraína)
- Betula luminifera (Kína)
- Betula maximowicziana — Silfurbjörk (Japan, Kúrileyjar)
- Betula medwediewii — (Tyrkland, Íran)
- Betula megrelica - Tylftarbirki (Georgía)
- Betula microphylla (Síbería, Mongólía, Xinjiang, Kazakhstan, Kyrgyzstan, Uzbekistan)
- Betula nana — Fjalldrapi (norður og mið Evrópa, Rússland, Síbería, Grænland, Northwest Territories í Kanada))
- Betula pendula — Hengibjörk (útbreidd í Evrópu og norður Asíu; Marokkó; villst úr ræktun í Nýja Sjálandi og dreifðum svæðum í Norður Ameríku)
- Betula pendula ssp. szechuanica — (Tíbet, suður Kína) (áður Betula szechuanica)
- Betula pendula var. platyphylla - Mansjúríubjörk (Síbería, austast í Rússlandi, Manchúríu, Kórea, Japan, Alaska, vestur Kanada) (áður Betula platyphylla eða B. mandshurica)
- Betula potamophila (Tajikistan)
- Betula potaninii (suður Kína)
- Betula psammophila (Kazakhstan)
- Betula pubescens — Ilmbjörk (Evrópa, Síbería, Grænland, Nýfundnaland; villst úr ræktun á dreifðum stöðum í Bandaríkjunum)
- Betula pubescens var. litwinowii (Tyrkland og Georgía)
- Betula raddeana - Flosbirki (Kákasus)
- Betula saksarensis (Khakassiya svæði í Síberíu)
- Betula saviczii (Kazakhstan)
- Betula schmidtii (norðaustur Kína, Kórea, Japan, Primorye fylki í Rússlandi)
- Betula sunanensis (Gansu fylki í Kína)
- Betula tianshanica (Kazakhstan, Kyrgyzstan, Tajikistan, Uzbekistan, Xinjiang, Mongolia)
- Betula utilis — Snæbjörk (Afghanistan, mið Asía, Kína, Tíbet, Himalaja)
- Betula utilis ssp. albosinensis — Koparbjörk (norður og mið Kína) (fyrr B. albosinensis)
- Betula utilis ssp. jacquemontii — Nepalbjörk (Indland; Himchal Pradesh og Uttar Pradesh austur til Kali Gandaki í Nepal) (samheiti B. jacquemontii)
- Betula wuyiensis (Fujian fylki í Kína)
- Betula zinserlingii (Kyrgyzstan)
Ath: í mörgum Amerískum heimildum er B. pendula og B. pubescens víxlað, þrátt fyrir að þetta séu aðskildar tegundir með mismunandi litningatölu. En sá ruglingur kemur upphaflega frá Linné sjálfum, en hann setti tegundirnar undir nafnið B. alba
- Birki ættað frá Norður Ameríku
- Betula alleghaniensis — Gulbjörk (B. lutea) (austur Kanada, Vötnunum Miklu, Norðaustur Bandaríkin, Appalachiafjöll)
- Betula cordifolia — (austur Kanada, Vötnunum Miklu, Norðaustur Bandaríkin)
- Betula glandulosa — Hlíðadrapi, (Kirtilbjörk) (Síbería, Mongólía, austast í Rússlandi, Alaska, Kanada, Grænland, fjöll vestur Bandaríkjanna og Nýja England, Adirondacks)
- Betula lenta — Sætbjörk (Quebec, Ontario, austur Bandaríkin)
- Betula lenta f. uber - (suðvestur Virginía)
- Betula michauxii — (Nýfundnalandland, Labrador, Quebec, Nova Scotia)
- Betula × minor — (austur Kanada, fjöll norðurhluta Nýja Englands og Adirondacks)
- Betula nana — Fjalldrapi (einnig í Evrópu og norður Asíu)
- Betula neoalaskana — Alaskahvítbjörk (Alaska og norður Kanada) (amerískt staðbrigði af mansjúríubjörk)
- Betula nigra — Svartbjörk (austur Bandaríkin)
- Betula occidentalis — Lindabjörk(B. fontinalis) (Alaska, Yukon, Northwest Territories, vestur Kanada, vestur Bandaríkin)
- Betula papyrifera — Næfurbjörk (Alaska, mest af Kanada, norður Bandaríkin)
- Betula populifolia — Blæbjörk (austur Kanada, norðaustur Bandaríkin)
- Betula pumila — Mýrahrís (Alaska, Kanada, norður Bandaríkin)
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Kinver, Mark (30. september 2015). „UK team germinates critically endangered Japanese birch“. BBC News. BBC. Sótt 30. september 2015.