Betula lenta f. uber

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Betula lenta f. uber
Betula uber JPG1A.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Birki (Betula)
Undirættkvísl: Betulenta
Tegund:
B. lenta

Þrínefni
Betula lenta f. uber
(Ashe) McAll & Ashburner
Natural range of Betula uber
Natural range of Betula uber
Blöð

Betula lenta f. uber er sjaldgæft tilbrigði (forma) af sætbjörk í birkiætt. Það finnst eingöngu í Smyth County í Virginíu. Þegar því var fyrst lýst 1918 (Ashe) var það talið tilbrigði af Betula lenta, en svo sett sem tegund 1945.[1][2] Þar sem það er stakar plöntur í sætbjarkarskógum og einungis 1,2% af afkvæmum þeirra koma upp með kringlótt blöð sem er aðaleinkenni "tegundarinnar" hefur hún aftur verið sett sem tilbrigði af B. lenta.[1][2] Sumir höfundar vilja líta á það sem afbrigði (varietas).[3]

Eftir fyrsta fund tilbrigðisisins 1914 fannst það ekki aftur um alllangt skeið og var talið útdautt fram til 1975, þegar nokkrir einstaklingar fundust.[2] Þessi 18 tré og 23 smáplöntur voru í skógi á bakka Cressy Creek í Smyth County í Virginíu.[2] Trén voru formlega skráð sem tegund í útrýmingarhættu og verndunaraðgerðir hafnar.[3] Smáplöntum var fjölgað í gróðurhúsum og plantað í skóginum.[2] Um 1995 voru 20 stofnar orðnir til og verndunarstaðan var lækkuð í „ógnað“.[2] Trénu var fjölgað til að minnka hættu á að safnarar tækju villt eintök, eða að þau yrðu fyrir skemmdarverkum.[2] Árið 2006 voru taldir 961 einstaklingar.[3] Átta af þeim eru á upphaflega staðnum við árbakkann.[4] Ekki er enn vitað til þess að þessi björk fjölgi sér með náttúrulegri kynæxlun.[2]

Þetta verður meðalstórt tré, allt að 15 metra hátt. Krónan er þétt. Börkurinn er ilmandi og brúnn eða svartleitur.[3] Blöðin eru kringlótt eða egglaga, með hjartalaga blaðfæti og tenntum jaðri, um 5 cm löng.[3] Reklarnir eru uppréttir, 2,8 cm langir með smáum fræjum (2 mm).[3] Fræmyndun er miklu meiri sum ár en önnur.[3] Tréð verður um 50 ára gamalt að jafnaði.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.