Gulbjörk
Gulbjörk | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blöð gulbjarkar
Börkur
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Betula alleghaniensis Britt. | ||||||||||||||||
Útbreiðsla Betula alleghaniensis
| ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Gulbjörk (fræðiheiti: Betula alleghaniensis)[1] er stór og mikilvæg timburtegund af birkiætt, ættuð frá norðaustur Norður Ameríka. Nafnið gulbjörk vísar til litar barkarins.[2] Nafnið Betula lutea var mikið notað fyrir þessa tegund en hefur verið lýst ógilt.
Betula alleghaniensis er héraðstré Quebec, þar sem hún er kölluð merisier, nafn sem í Frakklandi er notað yfir fuglakirsuber.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Hún er meðalstór, yfirleitt einstofna tré, um 18 - 24 m há (einstaka sinnum að 30m)[1][3] með stofn sem verður um 60 til 90 sm í þvermál.[1][4] Gulbjörk er tiltölulega langlíf tegund sem verður 150 ára gömul og getur orðið að 300 ára gömul í gamalgrónum skógum.[5]
Hún fjölgar sér aðallega með fræi. Fullvaxin tré byrja vanalega að mynda fræ 40 ára gömul en geta byrjað jafnvel 20 ára.[5] Mest fræmyndun er á um 70 ára gömlum trjám. Fræár eru á um 1 til 4 ára fresti. Fræin spíra best á mosagrónum lurkum, fúnandi timbri eða sprungum í steinum þar sem þau geta ekki spírað í gegn um lauflagið.[5] Smáplöntur þroskast ekki í fullum skugga svo þær þurfa eitthvað rask til þess að spíra og vaxa.
Börkurinn á fullvöxnum trjám er skínandi gulbrúnn og flagnar í næfrar.[1][6] Börkurinn er yfirleitt með svarta bletti og dökkar láréttar loftaugarákir.[3] Eftir að tréð nær yfir 30 sm þvermál hættir börkurinn að flagna í næfra á þeim hluta og verður "skeljaður".[7] Það er til sjaldgæft form af tegundinni; (f. fallax) sem vex á suðurhluta útbreiðslusvæðisins.[1] Formið fallax er með dekkri grábrúnan börk sem flagnar minna en á aðalgerðinni.[8] Árssprotarnir ilma lítillega af methyl salicylate, Þó ekki eins mikið og hin skylda Betula lenta, en þær eru einu tegundirnar í Norður-Ameríku sem ilma af því.[1][6] Hinsvegar er styrkur lyktarinnar ekki öruggt greiningareinkenni nema með öðrum einkennum.[1]
Blöðin eru stakstæð, egglaga með oddi eða totu í endann eða oft með vægt hjartalaga grunni. Þau eru 5 til 12 sm löng og vanalega helmingur þess að breidd[4] með fínlegri tenningu (tvítennt) á jaðri. Þau eru dökkgræn að ofan og ljósari að neðan, æðarnar að neðan eru hærðar.[4][8] Á haustin verða blöðin skærgul.[7][9] Blöðin eru á stuttum legg, 0,64 til 1,27 sm löngum. Karlreklarnir eru 5,1 – 10,2 sm langir, purpuragulir, hangandi, 3-6 saman á fyrra árs vexti. Kvenreklarnir eru uppréttir og 1,5 til 3 sm langir og egglaga, þeir koma fram úr stuttum dvergsprotum með blöðunum.[8] [10]
Afbrigði
[breyta | breyta frumkóða]Tvö afbrigði hafa verið viðurkennd
- B. a. var macrolepis
- B. a. var alleghaniensis
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Náttúruleg útbreiðsla hennar er frá Nýfundnalandi til Prince Edward Island, Nova Scotia, New Brunswick, suður Quebec og Ontario, og suðausturhorni Manitoba í Kanada, vestur til Minnesota, og suður í Appalasíufjöll til norður Georgíufylkis.[11] Þó að útbreiðslan nái svo langt suður sem til Georgíu, er hún algengust í norðurhluta útbreiðslusvæðisins og er aðeins til fjalla í suðurhlutanum.[4][10] It grows in USDA zones 3-7.[4]
B. alleghaniensis kýs helst svala og er oftast á hlíðum mót norðri, mýrum, árbökkum og frjósömum skógum.[3][12] Hún þrífst ekki vel á þurrum svæðum eða svæðum með heitum sumrum. Sýrustig (pH) jarðvegs er frá 4-8.[9]
Búsvæði og vistfræði
[breyta | breyta frumkóða]Gulbjörk er oft með skógarþöll á svæði sínu vegna svipaðra krafne með búsvæði. Hún vex frá 0 – 500 m yfir sjávarmáli en getur farið upp í 1000 m.[5] Hún er mest í millisvæðinu á milli láglendis-laufskóga og hálendis greni og þallarskóga. Vegna þunns barkar og vangetu til að vaxa af rót, drepst hún auðveldlega af villieldi.[8]
Blendingar
[breyta | breyta frumkóða]- Hún myndar blendinginn Betula × purpusii með Betula pumila, í lerkimýrum. Þessir blendingar eru nokkuð algengir[3] og runnkenndir að vexti og geta lyktað af methyl salicylate eða verið með ryðhærða árssprota.[1] Blaðlögunin er milli gerða foreldranna.[3]
- Hún getureinnig blandast Betula papyrifera á norðlægari svæðum þar sem svæði þeirra liggja saman. Hún er sjaldan tilkynnt en er líklega algengari en áður var talið.[3] Að flestu leiti er blendingurinn millistig foreldranna.
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Gulbjörk er talin mikilvægasta björkin til timburs og er mikilvægt harðviðartré; sem slíkt, er viður Betula alleghaniensis mikið notaður á gólf, húsgögn, viðarspæni, skápa, byssuskefti og tannstöngla.[5][8][12] Mestallur viður seldur í Norður-Ameríku er af þessari tegund. Viðurinn er tiltölulega sterkur, með þéttum árhringjum, og þungur. Viðurinn er frá því að vera rauðbrúnn til rjómahvítur og getur fengið mikinn gljáa.[5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 Peterson, George A. Petrides ; illustrations by George A. Petrides, Roger Tory (1986). A field guide to trees and shrubs : northeastern and north-central United States and southeastern and south-central Canada (2nd. útgáfa). Boston: Houghton Mifflin. ISBN 0-395-13651-2.
- ↑ http://landscaping.about.com/cs/fallfoliagetrees/a/fall_foliage4.htm[óvirkur tengill]
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 3,5 „Taxon Page“. www.efloras.org. Sótt 26. júlí 2016.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 4,3 4,4 Dirr, Michael A (1990). Manual of woody landscape plants (4. ed., rev.. útgáfa). Champaign, Illinois: Stipes Publishing Company. ISBN 0-87563-344-7.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 5,3 5,4 5,5 „YELLOW BIRCH PLANT GUIDE“ (PDF). USDA plants. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 17 ágúst 2016. Sótt 26. júlí 2016.
- ↑ 6,0 6,1 Rhoads, Ann; Block, Timothy. The Plants of Pennsylvania (2. útgáfa). Philadelphia Pa: University of Pennsylvania press. ISBN 978-0-8122-4003-0.
- ↑ 7,0 7,1 „Trees of the Adirondacks: Yellow Birch | Betula alleghaniensis“. www.adirondackvic.org. Sótt 26. júlí 2016.
- ↑ 8,0 8,1 8,2 8,3 8,4 „Yellow Birch (Betula alleghaniensis)“. www.illinoiswildflowers.info. Sótt 26. júlí 2016.
- ↑ 9,0 9,1 „Conservation Plant Characteristics for ScientificName (CommonName) USDA PLANTS“. plants.usda.gov. Sótt 26. júlí 2016.
- ↑ 10,0 10,1 Burns, Russell M; Honkala, Barbara H. (1990). Sylvics of North America: Hardwoods. Washington: U.S. Dept. of Agriculture, Forest Service u.a. ISBN 0160292603. Sótt 14. júlí 2016.[óvirkur tengill]
- ↑ „Plants Profile for Betula alleghaniensis (yellow birch)“. plants.usda.gov. Sótt 26. júlí 2016.
- ↑ 12,0 12,1 „Common Trees of Pennsylvania“ (PDF). Envirothon pa. Sótt 26. júlí 2016.
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]- Flora of North America: Profile and map: B. alleghaniensis
- NCRS: USDA Plants Profile and map: B. alleghaniensis Geymt 4 maí 2013 í Wayback Machine
- Betula alleghaniensis images at bioimages.vanderbilt.edu Geymt 28 ágúst 2006 í Wayback Machine
- Interactive Distribution Map of Betula alleghaniensis Geymt 8 mars 2019 í Wayback Machine