Betula cordifolia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Betula cordifolia

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Birki (Betula)
Undirættkvísl: Betula
Tegund:
B. cordifolia

Tvínefni
Betula cordifolia
Regel
Samheiti
  • Betula alba var. cordifolia
  • Betula papyrifera var. cordifolia (Regel) Fern.

Betula cordifolia er tegund af birkiætt[1] ættuð frá austur Kanada og New England United States. Þar til nýlega hefur hún verið talið undirtegund af Betula papyrifera (næfurbjörk), sem hún líkist að mörgu leyti, og var hún skráð sem B. papyrifera var. cordifolia (Regel) Fern.[2]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Betula cordifolia lauffellandi tré sem verður um 25 m hátt og með um 70 sm í þvermál stofns.[3] Börkur á fullorðnum trjám er hvítur eða bronslitaður, og flagnar af í þunnum næfrum. Innan á berkinum er hann koparlitur og uá ungum trjám er börkurinn gljáandi brúnn með fölbrúnum loftaugarákum. Blöðin eru stakstæð, egglaga, 6 til 12 sm löng, og tvítennt. Eins og seinni hluti fræðiheitisins bendir til, þá eru grunnur blaðanna yfirleitt hjartalaga, hinsvegar getur það verið villandi því grunnurinn er stundum rúnnaður eða flatur. Blöðin eru með mikið af kvoðukirtlum og brumin eru egglaga og sljó. Árssprotarnir eru gulbrúnir til dökkbrúnir og flekkóttar af kvoðukirtlum og gráleitum loftaugarásum.[2] Þá vantar hæringuna sem er á Betula papyrifera.[4] Blómin eru reklar, karlreklarnir eru 2–4 sm langir og kvenreklarnir 1–2 dm langir. Fullþroskaðir eru þeir um 3–5 sm langir og fræin eru vængjuð, 2–3 mm löng.[3]

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Betula cordifolia finnst í austur Kanada, Quebec, norðvestur Ontario, norður New York-fylki, og Nýja Englandi. Hún finnst helst norðan til eða hærra yfir sjó, gjarnan í rökum jarðvegi.[2]

Greining frá Betula papyrifera[breyta | breyta frumkóða]

Betula cordifolia og Betula papyrifera eru mjög líkar tegundir, og voru eitt sinn taldar sama tegundin. Aðal aðferðirnar til að greina þær í sundur eru:

  • Betula cordifolia er eingöngu í austurhluta Norður Ameríku[2]
  • Blöðin eru þakin kvoðukirtlum[2][3]
  • Grunnur blaðanna er hjartalaga[2][3][4]
  • Sprotarnir eru ekki hærðir.[4]
  • Er tvílitna (28 litningar)[2]


Þar sem mörg af þessum einkennum eru breytileg frá tré til trés, er best að athuga sem flest af þessum atriðum áður en greining er ákveðin. Þá er líklegt að Betula cordifolia og Betula papyrifera blandist,[4] hinsvegar eru líklega sjaldgæft þar sem litningatalan er mismunandi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. WCSP: World Checklist of Selected Plant Families
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 Farrar, J. L. (1995). Trees in Canada. Markham: Fitzhenry and Whiteside Ltd. ISBN 1-55041-199-3
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Powell, G., Beardmore, T. New Brunswick Species of Concern: A field guide. p.17–19. Retrieved from „Archived copy“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 5. júní 2011. Sótt 13. september 2008.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 Ryan, A. G. (1978). Native Tres and Shrubs of Newfoundland and Labrador. St. John's: Parks Division, Government of Newfoundland and Labrador.
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.