Svartbjörk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
River birch
The bark of a young river birch
The bark of a young river birch
Ástand stofns

Öruggt (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Birki (Betula)
Undirættkvísl: Neurobetula
Tegund:
B. nigra

Tvínefni
Betula nigra
L.
Útbreiðslusvæði Betula nigra
Útbreiðslusvæði Betula nigra

Svartbjörk (fræðiheiti: Betula nigra) er birkitegund af ættkvíslinni Betula, ættuð frá austurhluta Bandaríkjanna. Tegundin finnst allt frá New Hampshire vestur til Suður-Minnesota, suður til norðurhluta Flórída og vestur til Texas. Þetta er ein af fáum hitakærum tegundum ættkvíslarinnar. B. nigra vex oft á flæðum og mýrum.[1]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Svartbjörk er sumargrænt lauftré sem verður um 25-30 metra hátt, stofninn 50 til 150 sm í þvermál, oft margstofna. Börkurinn er breytilegur, yfirleitt dökk-grábrúnn eða bleik-brúnn og hreistraður, en stöku tré geta verið slétt og beikhvít með næfrum. Árssprotarnir eru hárlausir eða gisinhærðir. Blöðin eru stakstæð, egglaga, 4-8 sm löng og 3-6 sm breið, með tenntum jaðri og fimm til tólf pör af æðum. Reklarnir eru 3-6 sm langir, karlreklarnir hangandi, kvenreklarnir uppréttir. Fræin eru óvenjuleg af birki að vera, því þau þroskast að vori.[1][2]

Ræktun og nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Þó að náttúrulegt búsvæði tegundarinnar sé votlendi, vex hún líka ofan votlendis. Börkurinn er einkennandi fyrir svartbjörk og gerir hana að vinsælu skrauttré. Nokkur ræktunarafbrigði með hvítari börk hafa verið valin til framræktunar, þar á meðal yrkin 'Heritage' og 'Dura Heat'; þetta eru einu hvítstofna birkitrén sem hafa mótstöðu gegn barkarbjöllunni Agrilus anxius á hlýrri svæðum í Suðaustur-Bandaríkjunum.[3]

Bolur svartbjarkar
miðja trés
Blöð og fræreklar svartbjarkar

Indíánar gerðu birkisíróp úr safa svartbjarkar, áþekkt hlynsýrópi, og nýttu vaxtarvefinn milli barkar og viðarvefs til matar í hallæri eða sem neyðarbrauð. Stofninn er yfirleitt of kræklóttur og kvistóttur til að geta gefið verðmætt timbur.[3]

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Flora of North America Editorial Committee (ritstjóri). Betula nigra. Flora of North America North of Mexico (FNA). New York and Oxford: Oxford University Press – gegnum eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  2. Grelen, H. E. (1990). Betula nigra. Í Burns, Russell M.; Honkala, Barbara H. (ritstjórar). Hardwoods. Silvics of North America. Washington, D.C.: United States Forest Service (USFS), United States Department of Agriculture (USDA). 2. árgangur – gegnum Southern Research Station.
  3. 3,0 3,1 Harlow, W. M., & Harrar, E. S. (1969). Textbook Of Dendrology 5th ed., LOC# 68-17188

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.