Næfurbjörk
Útlit
(Endurbeint frá Betula papyrifera)
Næfurbjörk | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Næfurbjarkarskógur í Maine
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Betula papyrifera Marshall | ||||||||||||||||
Útbreiðsla
| ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Næfurbjörk (Betula papyrifera) er birkitegund upprunin í Norður-Ameríku.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Það er meðalstórt tré sem nær allt að 20 metra hæð. Tréð getur náð yfir 100 ára aldri á kaldari svæðum en er stuttlifaðra á heitara svæðum. Enska heitið, paper birch, vísar til barkarins sem flagnar í blöð eða næfur. Hann verður hvítur á eldri trjám. Viðurinn hefur verið notaður sem eldiviður af mönnum og laufblöðin eru fæða fyrir elg og önnur hjartardýr.
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Útbreiðsla næfurbjarkar nær yfir stóran hluta Kanada og einstök norðlæg svæði Bandaríkjanna en einnig er til að mynda einangrað vaxtarsvæði í fjöllum Norður-Karólínu, Nýju Mexíkó og Colorado. Tréð er ein fyrsta tegundin til að nema land eftir jarðrask í Alaska. Tegundin hefur ekki reynst vel á Íslandi. [1]
Undirtegundir
[breyta | breyta frumkóða]- B. p. var papyrifera
- B. p. var cordifolia
- B. p. var kenaica (Kenaiskagi, Alaska)
- B. p. var subcordata
- B. p. var. neoalaskana (Alaska)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Næfurbjörk Geymt 12 ágúst 2020 í Wayback Machine Lystigarður Akureyrar. skoðað 11. jan, 2017
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Næfurbjörk.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Betula papyrifera.