Wikipedia:Samvinna mánaðarins/2007

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Samvinnuverkefni annarra mánaða: 20052006200720082009201020112012201320142015

Í dag er miðvikudagur, 20. október 2021; klukkan er 11:31 (GMT)

Hreinsa síðuminni
Janúar
Gaimard23.jpg

Saga Íslands
Samvinna mánaðarins gengur út á að skrifa greinar sem tengjast sögu Íslands. Hægt er að byrja á greininni sjálfri, eða taka fyrir eitthvað af greinunum í flokknum og bæta við þær. Einnig vantar sárlega að skrifa og bæta við greinar um mikilvæg atriði í Íslandssögunni eins og Sjálfstæðisbarátta Íslendinga, Sturlungaöld, Landnám Íslands, Staðamálin, Siðaskiptin á Íslandi, Einokunarverslunin, Innréttingarnar, eða sögu einstakra staða, t.d. Saga Vestmannaeyja, Saga Vestfjarða, Saga Reykjavíkur, til að gefa einhverjar hugmyndir. Bæta þarf við stubba um Skálholtsbiskupa og skrifa eitthvað um Hólabiskupa.


Verkefni:

skoða - spjall - breyta


Febrúar
Icelandfilm.png

Íslenskar kvikmyndir
Markmiðið er að skrifa eitthvað um flestar þær kvikmyndir sem komið hafa út frá árdögum kvikmyndagerðar á Íslandi, kvikmyndagerðarfólk, handritshöfunda og leikara. Nú þegar er komið allmikið af stubbum í þessum flokkum sem er um að gera að bæta við. Eins þarf að bæta {{snið:kvikmynd}} inn á eitthvað af þeim síðum sem komnar eru.


Verkefni:

skoða - spjall - breyta


Mars
Stofa i hradbraut.jpg

Íslenskir skólar
Samvinna mánaðarins í mars 2007 er um íslenska skóla; grunnskóla, menntaskóla, háskóla og aðrar námsstofnanir. Hafði hugsað mér að gert verði síða um hvern einasta framhaldsskóla (það vantar ennþá greinar um nokkra) og bætt verði við greinarnar um grunnskólana (þar sem það vantar mikið meira upp á)


Verkefni:

skoða - spjall - breyta


Apríl

Greinar sem ættu að vera til

Samvinna þessa mánaðar stefnir að því að lokið verði að hefja greinar, þannig að grunnupplýsingar um hvert efni séu til staðar, af listanum Greinar sem ættu að vera til. Þessi listi er alþjóðlegur, ætlast er til þess að allar Wikipediur hafi að geyma einhverjar upplýsingar um þau hugtök, einstaklinga, fyrirbæri og atburði sem þar eru. skoða - spjall - breyta


Maí
X2007 kannanir.png

Alþingiskosningar 2007
Samvinna mánaðarins í maí 2007 er um kosningar til Alþingis á Íslandi sem fara fram 12. maí 2007. Af mörgu er að taka þegar hugað er að því hvaða upplýsingar eiga að koma fram. Augljóslega þurfa að vera nokkuð tæmandi upplýsingar um hverjir eru í framboði, fyrir hvaða flokka og þá er við hæfi að búnar verði til greinar, í það minnsta um frambjóðendur í efstu sætunum. Í þessum kosningum kemur eitt nýtt framboð Íslandshreyfingarinnar - lifandi lands fram sem býður fram í öllum kjördæmum. Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja hafa fallið frá framboði. Fjölmiðlar birta reglulega kannanir sem sína kjörfylgi, áherslumál kjósenda, og margt fleira. Umfjöllun í aðdraganda kosninga hefur s.s. aldrei verið jafnmikil. Greininni er ætlað að vera innlegg í þá umræðu. Stjórnmál eru í eðli sínu umfjöllunarefni sem mjög skiptar skoðanir ríkja um, það er því sérstaklega mikilvægt að gætt sé að hlutleysisreglu Wikipediu í allri umfjöllun um þau og jafnframt skal minnt á sannreynanleikaregluna. Gera verður ríka kröfu um heimildatilvísanir í þessum greinum, sérstaklega þeim sem varða nafngreinda einstaklinga.


Verkefni:

 • Flokkarnir: Flokkur:Íslensk stjórnmál ...
 • Gera gæða-/úrvalsgrein um kosningarnar sjálfar. Þar þarf að fjalla um:
  • Aðdraganda: prófkjörsbaráttan innan eldri flokka og ný framboð.
  • Kosningabaráttuna: helstu mál sem voru í umræðunni.
  • Niðurstöður: skipting atkvæða og þingsæta eftir kjördæmum og flokkum.
  • Stjórnarmyndun: Viðræður og samsetning nýrrar ríkisstjórnar.
 • Bæta og viðhalda greinum um kjördæmin.
 • Bæta og viðhalda greinum um flokka og framboð.
 • Gera greinar um alla núverandi þingmenn og ráðherra sem og um nýja þingmenn í kjölfar kosninga.
 • Bæta almenna umfjöllun um íslensk stjórnmál.

skoða - spjall - breyta


Júní

Tæma tengla á aðgreiningarsíður

Samvinna mánaðarins í júní 2007 er að tæma tengla á aðgreiningarsíður. skoða - spjall - breyta


Júlí
Andes.png

Lönd heimsins
Samvinna mánaðarins í júlí 2007 er að taka einhverjar af landagreinunum, sem eru rétt rúmlega 200 talsins, uppfæra upplýsingasnið úr töflu í sniðið {{land}} og bæta upplýsingum í greinarnar. T.d. væri hægt að „ættleiða“ eina eða tvær landagreinar og bæta hressilega við þær. Líka væri hægt að fást við rauða tengla í upplýsingatöflunni, s.s. þjóðarlén, forseta o.s.frv.

Hægt væri að miða við að eftirfarandi kaflar séu í greininni:


 • Saga
 • Landafræði
 • Stjórnmál
 • Efnahagslíf
 • Menning

skoða - spjall - breyta


Ágúst
Andes.png

Lönd heimsins
Samvinna mánaðarins í júlí 2007 er að taka einhverjar af landagreinunum, sem eru rétt rúmlega 200 talsins, uppfæra upplýsingasnið úr töflu í sniðið {{land}} og bæta upplýsingum í greinarnar. T.d. væri hægt að „ættleiða“ eina eða tvær landagreinar og bæta hressilega við þær. Líka væri hægt að fást við rauða tengla í upplýsingatöflunni, s.s. þjóðarlén, forseta o.s.frv.

Hægt væri að miða við að eftirfarandi kaflar séu í greininni:


 • Saga
 • Landafræði
 • Stjórnmál
 • Efnahagslíf
 • Menning

skoða - spjall - breyta


September
Kræklingahlíð.jpg

Flóra Íslands
Ráðast á listann og skrifa vandaðar og ítarlegar greinar um hverja einustu plöntu sem vex á Íslandi... skoða - spjall - breyta


Október
Kræklingahlíð.jpg

Flóra Íslands
Ráðast á listann og skrifa vandaðar og ítarlegar greinar um hverja einustu plöntu sem vex á Íslandi... (Svo er líka til listi yfir sveppi á Íslandi.) skoða - spjall - breyta


Nóvember
Fruits.gif

Ávextir eru fjöldamargir og misjafnlega bragðgóðir. Í Ávaxta-flokknum eru aðeins fimm greinar og tveir undirflokkar, allt í allt níu greinar. Reynum nú að nurla einhverju saman. Dæmi: jarðarber, kíví, ananas, döðluplóma, plóma, pera, mandarína, melóna, kókoshneta, o.fl. skoða - spjall - breyta


Desember

Wikipedia:Samvinna mánaðarins/desember, 2007 skoða - spjall - breyta


Samvinnuverkefni annarra mánaða: 20052006200720082009201020112012201320142015

Í dag er miðvikudagur, 20. október 2021; klukkan er 11:31 (GMT)

Hreinsa síðuminni