Wikipediaspjall:Samvinna mánaðarins/júlí, 2007
Ég sting upp á því að við tökum landagreinarnar fyrir og uppfærum landatöflu og grunnupplýsingar þar sem það á við og bætum við greinarnar þar sem þarf. Væri t.d. hægt að ættleiða land... Sumar greinar vantar orðið lítið upp á að verða að gæðagreinum en aðrar ná varla tveimur setningum... --Akigka 13:01, 26 júní 2007 (UTC)
- Heyr, heyr. Mikið er ég sammála. Í jólahreingerningunni í desember vorum við að hreinsa út {{Landatafla}} í landagreinum og nota {{Land}} í staðinn. Er ekki fínt að klára það í leiðinni? — Jóna Þórunn 20:55, 27 júní 2007 (UTC)
- Góð hugmynd. Flestir hafa áhuga á einhverju tilteknu landi þannig að þessi ættleiðingarpæling er ekki vitlaus. Einnig gott að nota tækifærið til að samræma greinarnar betur og nota sömu upplýsingatöflu allsstaðar eins og Jóa bendir á. --Bjarki 23:17, 27 júní 2007 (UTC)
- Fyrst þú ert að tala um að samræma þá datt mér í hug hvort við ættum að samræma kaflaskiptingar og hugsanlega röð þeirra. Ekki t.d. skiptast á Náttúrufar og Landslag heldur nota bara annað hvort. — Jóna Þórunn 11:36, 28 júní 2007 (UTC)
- Já við ættum kannski að búa til svona staðlað 'template' sem allar landagreinar þurfa að samræmast, minnir að það sé þannig á enskunni. --Bjarki 11:49, 28 júní 2007 (UTC)
- Er ekki einhver sýnisgrein sem hægt væri að miða við? --Akigka 20:50, 30 júní 2007 (UTC)
- Malaví er úrvalsgrein og Frakkland, Grænland, Ástralía og Portúgal eru gæðagreinar. Þær eru reyndar allar frekar ólíkar að uppbyggingu. Ég held að við ættum að reyna að staðla þessa kaflaskiptingu eins og hægt er. Saga, landlýsing, stjórnmál, efnahagur, lýðfræði, menning... hvernig hljómar það? --Bjarki 21:08, 30 júní 2007 (UTC)
- Hljómar ágætlega nema landlýsing mætti alveg vera náttúrufar; eða er það bara hallærislegt? Í hvaða röð ætti þetta helst að vera? Mér finnst saga, landlýsing, menning, stjórnmál (og kannski fella efnahag inn í það) og lýðfræði skemmtileg röð. Finnst amk. að saga ætti að koma fyrst... — Jóna Þórunn 21:11, 30 júní 2007 (UTC)
- Hvað með bara saga, landafræði, stjórnmál, menning ? Skiptingin sem er notuð á enskunni var upphaflega tekin úr CIA factbook og hljómaði alltaf dálítið eins og innrásaráætlun (sbr. yfirkaflarnir 'infrastructure' og 'armed forces'). Þessi demographics kafli finnst mér svo alltaf dálítið miðaður út frá þessum undarlegu rasaskilgreiningum sem eru notaðar í Bandaríkjunum til a prófílera skóla, hverfi, borgir og sýslur Mér finnst alla vega að undirkaflarnir trúarbrögð og tungumál eigi einfaldlega heima undir yfirkaflanum menning. --Akigka 21:20, 30 júní 2007 (UTC)
- Hvort viltu þá hafa lýðfræðina undir menningu eða landafræði? — Jóna Þórunn 21:23, 30 júní 2007 (UTC)
- Hvað er lýðfræðin? Mér hefur sýnst hún vera tölfræði um tungumál og trúarbrögð, vafasöm rasatölfræði og enn vafasamari kenningar um uppruna íbúanna... sum sé ekkert sem ekki á heima ýmist í saga eða menning. --Akigka 21:28, 30 júní 2007 (UTC)
- Gæti líka verið tölfræði yfir efnahag, menntun, starfsstéttir, búsetu og ýmislegt fleira. Mér finnst allt í lagi að hafa lýðfræðikafla en hann má alveg vera undirkafli. Ég myndi þá hafa hann undir menningu. (Og ef hann væri ekki undirkafli, þá strax á undan menningu). --Cessator 21:43, 30 júní 2007 (UTC)
- Já, ég er ekki að segja að lýðfræði sem slík eigi ekki rétt á sér, ef einhvern langar til að taka hana saman, og mér finnst góð ástæða til að fylgja ensku útgáfunni út í æsar yfirleitt, einfaldlega af því að greinarnar þar ganga í gegnum margfalt meiri umræðu og gagnrýni en greinarnar hér hjá okkur munu nokkru sinni gera. Hins vegar játa ég fúslega að þessar demographics greinar hafa alltaf farið í taugarnar á mér eins og þær eru. Mér finnst þær yfirleitt samasafn af illa studdum bábiljum og vettvangur fyrir skoðanir litaðar af þjóðernishyggju. --Akigka 22:36, 30 júní 2007 (UTC)
- Sammála því, lágpunktur míns ferils á Wikipediu er sennilega þegar ég lenti í rifrildi við einhverja spekinga á enskunni um uppruna íslendinga, það voru sumir sem vildu endilega koma því í innganginn í greininni að ísland hefði verið numið af norrænum karlrembum sem tóku með sér keltnesku ambáttirnar sínar og að hlutfall keltneskra vs. norræna áhrifa á íslenska þjóð ætti að vera svona og svona frekar en hinseginn. Í fyrsta lagi er aldrei hægt að slá neinu svona föstu og í öðru lagi skiptir þetta engu máli. --Bjarki 22:49, 30 júní 2007 (UTC)
- ... annars væri ástæða til að finna út (væri t.d. hægt út frá spjallsíðum) hvaða greinar á wikipediu laða að sér flesta rugludalla... Ég hef t.d. dottið heillaður inn í heim átaka milli kínverskrar, indverskrar og tyrkneskrar þjóðernishyggju í greinum um persónur og sögu Mið-Asíu þar sem sums staðar fara fram blóðug átök á spjallsíðum. Hið sorglega er svo að stundum endurspegla þessi átök raunverulega blóðug átök. --Akigka 23:02, 30 júní 2007 (UTC)
- Sammála því, lágpunktur míns ferils á Wikipediu er sennilega þegar ég lenti í rifrildi við einhverja spekinga á enskunni um uppruna íslendinga, það voru sumir sem vildu endilega koma því í innganginn í greininni að ísland hefði verið numið af norrænum karlrembum sem tóku með sér keltnesku ambáttirnar sínar og að hlutfall keltneskra vs. norræna áhrifa á íslenska þjóð ætti að vera svona og svona frekar en hinseginn. Í fyrsta lagi er aldrei hægt að slá neinu svona föstu og í öðru lagi skiptir þetta engu máli. --Bjarki 22:49, 30 júní 2007 (UTC)
- Já, ég er ekki að segja að lýðfræði sem slík eigi ekki rétt á sér, ef einhvern langar til að taka hana saman, og mér finnst góð ástæða til að fylgja ensku útgáfunni út í æsar yfirleitt, einfaldlega af því að greinarnar þar ganga í gegnum margfalt meiri umræðu og gagnrýni en greinarnar hér hjá okkur munu nokkru sinni gera. Hins vegar játa ég fúslega að þessar demographics greinar hafa alltaf farið í taugarnar á mér eins og þær eru. Mér finnst þær yfirleitt samasafn af illa studdum bábiljum og vettvangur fyrir skoðanir litaðar af þjóðernishyggju. --Akigka 22:36, 30 júní 2007 (UTC)
- Gæti líka verið tölfræði yfir efnahag, menntun, starfsstéttir, búsetu og ýmislegt fleira. Mér finnst allt í lagi að hafa lýðfræðikafla en hann má alveg vera undirkafli. Ég myndi þá hafa hann undir menningu. (Og ef hann væri ekki undirkafli, þá strax á undan menningu). --Cessator 21:43, 30 júní 2007 (UTC)
- Hvað er lýðfræðin? Mér hefur sýnst hún vera tölfræði um tungumál og trúarbrögð, vafasöm rasatölfræði og enn vafasamari kenningar um uppruna íbúanna... sum sé ekkert sem ekki á heima ýmist í saga eða menning. --Akigka 21:28, 30 júní 2007 (UTC)
- Ég fæ alltaf afskaplega mikinn kjánahroll þegar ég sé undirkaflann 'Military' á ensku greininni um Ísland. Hann er álíka langur og svipaður kafli um Kína og fjallar auðvitað ekki um neinn her heldur friðargæsluna, landhelgsigæslu og sérsveit ríkislögreglustjóra. Ekkert af þessu er beinlínis eitthvað sem mér finnst eðlilegt að fjalla um í mjög almennri grein um Ísland. Forðums svona rugl. :) Ég er sáttur við sögu, landafræði, stjórnmál og menningu en held að efnahagslíf mætti vera með líka. Fyrir utan tungumál og trúarbrögð held ég að lýðfræði eigi aðallega við um statistík eins og mannfjöldaþróun, meðalaldur, fæðingar- og dánartíðni, fólksflutninga o.s.frv. Það er hægt að kópera þetta hrátt úr CIA factbook og má alveg vera með held ég. --Bjarki 21:36, 30 júní 2007 (UTC)
- Sammála því að efnahagslíf ætti að vera með. Mér finnast þessar lýðfræðigreinar afskaplega undarlegar oft á tíðum. Tökum t.d. greinina um Danmörku: "The majority of the population is of Scandinavian descent, with small groups of Inuit from Greenland, Faroese, and immigrants." og í sérgreininni: "Most Danes today trace their heritage to Germanic tribes who have inhabited Denmark since prehistoric times. Even with increasing immigration in recent years, the Danish population is still more homogenous than is the case of most other western European countries." Það eru þessi furðulegheit sem ég held að ætti að forðast og þar sem þau eiga við, eiga þau einfaldlega heima í köflum um menningu og sögu. Það myndi líka gera menningarkaflann áhugaverðari (núna er hann stundum lítið annað en upptalning á frægum listamönnum frá viðkomandi stað). --Akigka 21:50, 30 júní 2007 (UTC)
- Við erum í svo góðum tengslum við raunveruleikann að við þurfum ekki að fjalla um hervald í grein um Kolbeinsey (eða Ísland...). Ef við viljum fjalla um einhverja statistík (sbr. lýðfræðina) þá ætti það allt að koma sem undirkafli undir menningu... Sátt við sögu, landafræði, stjórnmál, efnahagslíf og menningu - aðrir kaflar mega vera með en koma þá sérstaklega neðst (t.d. munaðarleysingjann orðsifjafræði í Georgía). — Jóna Þórunn 22:02, 30 júní 2007 (UTC)
- Líka fínt að hafa þetta ekki of marga kafla svo fólki vaxi ekki verkefnið í augum. --Akigka 22:23, 30 júní 2007 (UTC)
- Við erum í svo góðum tengslum við raunveruleikann að við þurfum ekki að fjalla um hervald í grein um Kolbeinsey (eða Ísland...). Ef við viljum fjalla um einhverja statistík (sbr. lýðfræðina) þá ætti það allt að koma sem undirkafli undir menningu... Sátt við sögu, landafræði, stjórnmál, efnahagslíf og menningu - aðrir kaflar mega vera með en koma þá sérstaklega neðst (t.d. munaðarleysingjann orðsifjafræði í Georgía). — Jóna Þórunn 22:02, 30 júní 2007 (UTC)
- Sammála því að efnahagslíf ætti að vera með. Mér finnast þessar lýðfræðigreinar afskaplega undarlegar oft á tíðum. Tökum t.d. greinina um Danmörku: "The majority of the population is of Scandinavian descent, with small groups of Inuit from Greenland, Faroese, and immigrants." og í sérgreininni: "Most Danes today trace their heritage to Germanic tribes who have inhabited Denmark since prehistoric times. Even with increasing immigration in recent years, the Danish population is still more homogenous than is the case of most other western European countries." Það eru þessi furðulegheit sem ég held að ætti að forðast og þar sem þau eiga við, eiga þau einfaldlega heima í köflum um menningu og sögu. Það myndi líka gera menningarkaflann áhugaverðari (núna er hann stundum lítið annað en upptalning á frægum listamönnum frá viðkomandi stað). --Akigka 21:50, 30 júní 2007 (UTC)
- Hvort viltu þá hafa lýðfræðina undir menningu eða landafræði? — Jóna Þórunn 21:23, 30 júní 2007 (UTC)
- Hvað með bara saga, landafræði, stjórnmál, menning ? Skiptingin sem er notuð á enskunni var upphaflega tekin úr CIA factbook og hljómaði alltaf dálítið eins og innrásaráætlun (sbr. yfirkaflarnir 'infrastructure' og 'armed forces'). Þessi demographics kafli finnst mér svo alltaf dálítið miðaður út frá þessum undarlegu rasaskilgreiningum sem eru notaðar í Bandaríkjunum til a prófílera skóla, hverfi, borgir og sýslur Mér finnst alla vega að undirkaflarnir trúarbrögð og tungumál eigi einfaldlega heima undir yfirkaflanum menning. --Akigka 21:20, 30 júní 2007 (UTC)
- Hljómar ágætlega nema landlýsing mætti alveg vera náttúrufar; eða er það bara hallærislegt? Í hvaða röð ætti þetta helst að vera? Mér finnst saga, landlýsing, menning, stjórnmál (og kannski fella efnahag inn í það) og lýðfræði skemmtileg röð. Finnst amk. að saga ætti að koma fyrst... — Jóna Þórunn 21:11, 30 júní 2007 (UTC)
- Malaví er úrvalsgrein og Frakkland, Grænland, Ástralía og Portúgal eru gæðagreinar. Þær eru reyndar allar frekar ólíkar að uppbyggingu. Ég held að við ættum að reyna að staðla þessa kaflaskiptingu eins og hægt er. Saga, landlýsing, stjórnmál, efnahagur, lýðfræði, menning... hvernig hljómar það? --Bjarki 21:08, 30 júní 2007 (UTC)
- Er ekki einhver sýnisgrein sem hægt væri að miða við? --Akigka 20:50, 30 júní 2007 (UTC)
- Já við ættum kannski að búa til svona staðlað 'template' sem allar landagreinar þurfa að samræmast, minnir að það sé þannig á enskunni. --Bjarki 11:49, 28 júní 2007 (UTC)
- Fyrst þú ert að tala um að samræma þá datt mér í hug hvort við ættum að samræma kaflaskiptingar og hugsanlega röð þeirra. Ekki t.d. skiptast á Náttúrufar og Landslag heldur nota bara annað hvort. — Jóna Þórunn 11:36, 28 júní 2007 (UTC)
Staða
[breyta frumkóða]Ég fór aðeins yfir greinarnar og setti upp síðu til að hafa yfirsýn yfir hvar þarf að skipta um snið og hversu góðar greinarnar eru. Langflestar greinarnar eru stubbar eða örverpi (nokkrar setningar og landatafla). Ekki nema um fimmtán landagreinar gera efni sínu sæmilega tæmandi skil - sem er frekar slappt held ég. Svo vantar greinar um nokkur umdeild/hálfsjálfstæð landsvæði. Hvað segiði um að halda þessu verkefni áfram í ágúst?. --Akigka 13:39, 22 júlí 2007 (UTC)
- Oætli það sé ekki þarft ;) Sjálfur hef ég ekki verið duglegur við samvinnuna en auðvitað þarf að gera þetta. Gott og blessað að þetta verði áfram samvinna --Jabbi 14:11, 22 júlí 2007 (UTC)
- Held það sé fínt. Fólk að dandalast heim úr sumarfríi oþh. — Jóna Þórunn 11:32, 23 júlí 2007 (UTC)