Fara í innihald

Wikipediaspjall:Samvinna mánaðarins/maí, 2007

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég legg til að samvinna þessa mánaðar verði Alþingiskosningar 2007. Það þarf að viðhalda og bæta við kjördæmagreinunum, flokkagreinunum og svo vantar nánast alla núverandi þingmenn og marga ráðherra. --Akigka 15:46, 24 janúar 2007 (UTC)

Jú, lýst vel á það. :) --Jóna Þórunn 15:46, 24 janúar 2007 (UTC)
Fínt að taka þetta allt í gegn í sjálfum kosningamánuðinum. --Mói 15:53, 24 janúar 2007 (UTC)
Styð þetta. --Bjarki 11:58, 1 maí 2007 (UTC)

Var búnað henda þessu saman.

Alþingiskosningar 2007
Samvinna mánaðarins í maí 2007 er um kosningar til Alþingis á Íslandi sem fara fram 12. maí 2007. Af mörgu er að taka þegar hugað er að því hvaða upplýsingar eiga að koma fram. Augljóslega þurfa að vera nokkuð tæmandi upplýsingar um hverjir eru í framboði, fyrir hvaða flokka og þá er við hæfi að búnar verði til greinar, í það minnsta um frambjóðendur í efstu sætunum. Í þessum kosningum koma fram tvö ný framboð Íslandshreyfingin - lifandi land sem býður fram í öllum kjördæmum og Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja sem býður einvörðungu fram í Norðausturkjördæmi. Fjölmiðlar birta reglulega kannanir sem sína kjörfylgi, áherslumál kjósenda, og margt fleira. Umfjöllun í aðdraganda kosninga hefur s.s. aldrei verið jafnmikil. Greininni er ætlað að vera innlegg í þá umræðu. Í ljósi þessa getur verið erfitt að fylgja hlutleysisreglu Wikipedia þó finnst mér ég þurfa undirstrika nauðsyn þess að fylgja henni og jafnframt minna á sannreynanleikaregluna.


Verkefni:

Byrja umræðu um Wikipedia:Samvinna mánaðarins/maí, 2007

Byrja nýja umræðu