Kíví

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Loðber af Actinidia chinensis

Kíví eða Loðber [1][2] er ber sem vex á vínviðartegundunum Actinidia deliciosa og Actinidia chinensis. Loðberin rekja uppruna sinn til suðurhluta Kína en eru oft tengd við Nýja Sjáland sökum þess að vínviðurinn sem þau vaxa á var fluttur þangað í byrjun tuttugustu aldar, þar var svo ræktað nýtt afbrigði kallað Actinidia Deliciosa sem gaf af sér eilítið stærri ber. Frá Nýja Sjálandi voru loðberin síðan flutt til vesturlanda á sjötta áratug. Ræktendur fóru að kalla berin "Kíví-ávöxt" (e. Kiwifruit) til að gera þeim betur skil sem vörumerki fyrir nýjan markað en slíkt átti einnig að auka sölu þeirra, það var einmitt undir því nafni sem berin bárust til ameríku og eru almennt kölluð kíví í íslensku nútímasamfélagi þessvegna. En upphaflega nefndist loðberið kínverskt stikilsber (e. Chinese gooseberry) sem hefur oftast verið misþýtt sem kínverskt gæsaber [3].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.